Sagnir - 01.06.2001, Síða 126
Guðmundur Jónsson er dósent í sagnfræði við Háskóla Islands.
Að miðla sögulegu efni
Umsögn um 21. árgang Sagna
í íslensku hefóinni
Ef ég ætti að nefna einhverja sérstaka færni sem sagn-
fræðin við Háskóla íslands leggur upp úr á síðustu
árum þá væri það miðlun sagnfræðilegrar þekkingar.
Kennarar leggja sig vissulega fram við að koma þekk-
ingu á fortíðinni til nemenda og þjálfa þá í að nota
sagnfræðilegar aðferðir við öflun og úrvinnslu heim-
ilda. En færni í miðlun sögulegs efnis er einn snarasti
þátturinn í náminu, þar er vel sögð saga meira metin
en flókin og fræðileg greining. í námskeiðum skipa
skrifleg verkefni og ritgerðir háan sess og umræðu-
tímar, þar sem nemendur þjálfast í framsögn og um-
ræðu um sögulegt efni, eru óvíða jafnstór hluti af
kennslustundum. í inngangnámskeiðinu Aðferðum
hefur miðlun fengið nokkurt rúm og með breytingum
á námskrá sem taka gildi á næsta skólaári bætast við
Aðferðir II þar sem þessi þáttur verður enn aukinn.
Enn má nefna að sérstök valnámskeið um miðlun
sögu með ólíkum hætti hafa verið í boði á BA-stigi
mörg undanfarin ár.
Og svo eru það Sagnir, enn einn vettvangurinn
fyrir sagnfræðinema til að spreyta sig í miðlun sögu-
legs efnis. í þessu ágæta riti reyna sagnfræðinemar
að sameina „aðgengilegan texta handa fróðleiksfús-
um almenningi“, eins og það er stundum kallað, og
aðlaðandi útlit, hvattir af kennurum sínum og
umsagnarmönnum Sagna á umliðnum árum. Sagn-
fræðin er ekki bara fyrir fagfólkið heldur á erindi til
almennings. Þegar á heildina er litið leysa nemendur
þetta verkefni vel af hendi í þeim ellefu ritgerðum
sem er að finna í 21. árgangi Sagna. Alúð hefur
verið lögð við textagerðina, ritgerðirnar eru jafnan
læsilegar og skýrar, ásláttar- og málvillur eru fáar og
framsetning víða áhugavekjandi. Auk nemendarit-
gerða er viðtal við Margréti Jónasdóttur sagnfræðing
um gerð sögulegra heimildamynda og Sigurjón
Baldur Hafsteinsson skrifar pistil um sagnfræði og
kvikmyndir, hvorttveggja efni sem varðar miðlun
sögulegs efnis.
Þess utan er að finna hugleiðingar um heimilda-
gildi tölvupósts og viðtal við þrjár fræðikonur frá
Balkanskaga um hlutverk menntamanna þar fyrir og
eftir Balkanstríð. Þetta er vel til fundið efni og minnir okkur á
hve iðkun sagnfræði er nátengd aðstæðum líðandi stundar.
Áherslan á miðlun sögulegs efnis sýnir að sagnfræðin við
Háskóla íslands heldur enn í gamla hefð þar sem frásagnarlistin
er talin með æðstu dyggðum. í Evrópu og víðar hefur um langt
skeið verið gagnrýnt að félagsvísindaleg aðferð hafi rutt frá-
sagnarsagnfræði úr vegi. Greining, rannsóknarspurningar, til-
gátuprófanir og kenningalopi komi í stað atburðarásar og
atvikslýsinga. Þessi gagnrýni á þó að litlu leyti við á íslandi
vegna þess að félagsvísindalega aðferðafræðin hefur ekki náð al-
mennilega tökum á íslenskum sagnfræðingum nema í undan-
tekningatilvikum. f Sögnum segir íslenska hefðin sterkt til sín
því aðeins í þrem tilvikum hefja greinar sig af frásagnarstigi og
leita svara við ákveðnum spurningum eða kryfja sagnfræðileg
vandamál. Það eru greinar Tryggva Más Ingvarssonar um þjóð-
leiðir um Vesturland á Sturlungaöld, grein Adams Wagners um
þjóðarhugtakið í danskri miðaldasögu og grein Jósefs Gunnars
Sigþórssonar um sagnritun um kristnitökuna.
Varla efast nokkur um að hæfileikinn til að segja góða sögu
er kostur í sagnfræði, þar sem sagan í sínum fjölbreytilegu
myndum fær að njóta sín. En það á ekki að verða til þess að
greinandi sagnfræði sem leitar orsakaskýringa eða hærra alhæf-
ingastigi sé vanrækt. Hana þarf að þjálfa ekki síður en heim-
ildarýni, textameðferð og framsetningu.
Menningarsagan í sókn
Á síðasta áratug varð athyglisverð breyting á viðfangsefnum í
lokaritgerðum nemenda í sagnfræði. f stórum dráttum birtist
hún í því að vegur menningarsögu fór jafnt og þétt vaxandi,
jafnvel svo að upp undir þriðjungur ritgerða taldist til þessa
flokks á árabilinu 1991-2000 samkvæmt athugun minni. Fjöl-
breytilegasta efni fellur undir menningarsöguna: ritmenning,
listir, skólamál, húsakostur, kristni, afþreying o.s.frv. Að sama
skapi hefur vægi stjórnmálasögu og enn frekar hagsögu minnk-
að - því miður verð ég að segja.
Hvernig kemur efnisval 21. árgangs Sagna heim og saman
við þessa þróun mála? Góð samsvörun er þarna á milli því af 11
nemendaritgerðum í heftinu falla fjórar undir menningarsögu.
Nú ber að vísu hafa í huga að minnihluti greina í Sögnum eru
samdar upp úr lokaritgerðum, meirihlutinn eru námskeiðsrit-
gerðir og endurspegla því allt eins áhuga og rannsóknarsvið
kennara í sagnfræði eins og áhuga nemenda.
124