Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Side 69
SAMFÉLAG MÁLNOTENDA
vald á fleiri en einu tungumáli. Þó að réttilega hafi verið bent á síðan að
viðföng Peals og Lamberts hafi verið miðstéttarbörn sem höfðu allar
bjargir til að verða tvítyngd rýrir það á engan hátt niðurstöðurnar og
núna eru ffæðimenn sammála um að vandamál, sem tengjast menntun
tvítyngdra barna, séu ekki eingöngu mállegs eðlis. Þetta sýna langtíma-
rannsóknir á góðri námsframvindu þúsunda nemenda sem njóta kennslu
á tveimur tungumálum, m.a. í Kabforníu,11 og námsffamvinda nemenda
við hina fjölmörgu alþjóðlegu grunn- og ffamhaldsskóla sem finna má í
öllum helstu borgum heims og foreldrar keppast við að koma bömum
sínum að í. Nærtækt dæmi er Landakotsskóli í Reykjavík þar sem nær
40% nemenda em tvítyngdir með mismunandi tungumál að móðurmáli.
Þessi börn era prýðilegir námsmenn og Landakotsskóli er ávallt meðal
þriggja efstu skóla á samræmdum prófum, bæði í íslensku og stærð-
ffæði.12 Erfið staða tvítyngdra barna í námi13 stafar því ekki alfarið af
tungumálaörðugleikum eða því að þau þurfa að læra á tungumáfi sem
þeim er ekki tamt heldur tengist það einnig þeim úrræðum sem nem-
endur, foreldrar og skólakerfið ráða yfir og nýtt era til menntunar tví-
tyngdra bama. Þar ber fyrst að nefna aðgengi að nýja málinu (áhersla á
tvítyngi á heimilinu), viðhald móðurmáls og menningar, áframhaldandi
lestrarkennslu á móðurmáli og aðgerðir sem miðast við að bömin drag-
ist ekki aftur úr í námi meðan þau era að læra nýja tungumáfið.14 Þegar
báðum tungumálunum er haldið við era kostir tvítyngis ótvírætt þessir:
11 J. Ramírez , S. Yuen, D. Ramey og D. Pasta, Final Report: Longitudinal study of
structured English immersion strategy, early exit and late-exit bilingual education pro-
grams for language minority children, Vol. I (Prepared for U.S. Department of Educa-
tion), San Mateo, CA: Aguirre Intemational, 1991.
12 Heimasíða Landakotsskóla: wvrw.landakot.is, sótt 5. febrúar 2007.
13 Brynja Grétarsdóttir, Málskipti: Hvað skiptir máli? Námsframvinda nemenda með
annað móðurmál í íslenskum framhaldsskólum, óprentuð M.Paed.-ritgerð, Háskóla
Islands, 2007; Kolbrún Vigfúsdóttir, Því læra bömin málið að það er fyrir þeim haft:
Rannsókn á málumhverf í leikskóla með tilliti til bama sem eiga annað móðurmál en ts-
lensku, óprentuð M.Ed.-ritgerð, Kennaraháskóla Islands, 2002; Bima Ambjöms-
dóttir, Islenska sem annað mál: Handbók fyrir kennara, Reykjavík: Námsgagnastofnun,
2000; Helga Guðrún Loftsdóttir, Mat á kennslu tvítyngdra bama í efri bekkjum
grunnskóla, óprentuð M.A.-ritgerð, Háskóla Islands, 2001; Thomas og Collier,
School Ejfectiveness for Language Minority Students.
14 Bima Ambjömsdóttir, íslenska sem annað mál: Handbók fyrir kennara.
67