Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 102
RANNVEIG SVERRISDÓTTIR
menningar) hins vegar haíi áhrif á val þeirra á samskiptamáta, bæði tdð
döff og heyrandi. Karmapell (bls. 192) telur að skólakerfið þurfi að átta
sig á félagsmálfræðilegum prófíl nemenda til að geta komið sem best til
móts við þá. Markmið menntunar döff nemenda ætti að vera að hámarka
kunnáttu þeirra bæði í táknmálinu og raddmálinu því þannig geti nem-
endur þróað með sér jákvætt viðhorf til beggja mála og menningar-
heima. Þetta hjálpi einnig kennurum að átta sig á kunnáttu nemenda.
Kannapell framkvæmdi rannsókn á nemendum í Gallaudet-háskóka, eina
háskólanum í heiminum sem kennir á táknmáli, til að lýsa félagsmál-
fræðilegum einkennum ákveðins hóps nemenda. Rannsóknin sýnir mis-
munandi viðhorf nemenda til ASL og ensku en nemendurnir skilgreina
sig mismunandi, allt ffá því að vera eintyngdir á ASL, tvítyngdir á ASL
og ensku eða eintyngdir á ensku. I rannsókninni kom fram að þrennt
virðist skipta höfnðmáli þegar viðhorf eru skoðuð hjá þessum nemend-
um (bls. 198-199): Hversu mörg ár viðkomandi var í skóla fyrir heyrn-
arlausa (döffskóla), hvenær viðkomandi missti heyrn og hvað viðkorn-
andi var gamall þegar hann byrjaði að læra táknmál. Þá hefur það líka
áhrif hvort foreldrar og/eða systkini viðkomandi eru döff eða heyrandi.
Niðurstaða úr rannsókn Kannapell hvað viðhorf varðar er sú að þeir sem
skilgreina sig sem döff eða heyrnarskerta hafa jákvæð viðhorf tdl ASL.
Hvað viðhorf til ensku eða táknaðrar ensku varðar þá hafa heyrnarskert-
ir einnig jákvæð viðhorf þeirra mála/kóða en viðhorf döff eru hvorki já-
kvæð né neikvæð. Þeir sem telja sig eintyngda á ASL eða tvítyngda með
ASL sem sterkara málið (e. ASL dominant) hafa jákvæðari viðhorf til ASL
en þeir sem telja sig eintyngda á ensku eða með ensku sem sterkara mál
í tvítyngi (bls. 199).
Kannapell segir að í þessu tilviki komi menntakerfið frain við nem-
endur eins og þeir séu eintyngdir á enska tungu. Ekki er sem sagt tekið
tillit til tvítyngdra nemenda. Þetta sýnir ákveðið viðhorf til annarra mála
en ensku. Þar sem viðhorf þess sem menntar nemendur geta haft áhrif á
val nemendans á máli þá er ekki ólíklegt að þetta menntakerfi móti við-
horf nemenda þannig að þeir líti á ensku sem „hámálið“. I rannsókn
Kannapell (bls. 200) kemur fram að nemendur hafa jákvæðari viðhorf til
táknaðrar ensku en til ASL52 og tengja þeir ASL frekar við ómenntaða
52 I Bandaríkjunum eru þessir „blendingskóðar" mun fleiri en hér eins og áður sagði.
A öðrum enda kvarðans er ASL, táknmál sem byggist algjörlega á málíræði tákn-
málsins, á hinum endanum er táknuð enska. Aðrir kóðar liggja allir einhvers staðar
á milli þessa tveggja póla.
IOO