Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Síða 15
ÞJÓÐVELDIÐ OG SAMTÍMINN
því að hann leiðir oít til áfellisdóma yfir einstökum persónum sem gerend-
um. Hættan er líka sú að á þær sé litið sem hreyfiafl sögunnar en í sagn-
fræði er algengt að tortryggja sfikar persónubundnar skýringar. Sagn-
fræðingum er, eins og áður sagði, tamast að skoða fortíðina á hennar eigin
forsendum, og setja í samhengi, t.d. félagslegt eða pólitískt. Illa stenst t.d.
að nefna Gissur Þorvaldsson þjóðníðing þótt hann stæði fyrir Gamla sátt-
mála. Hann gekk vissulega hart ffam í bardögum og háði grimmilega bar-
áttu með manndrápum. En var ekki sjálfboðið að verja sig og berjast af
hörku, enda lítdllar miskunnar að vænta? Og svo flækti málin að Gissur var
bundinn konungi sem fékk honum t.d. það hlutverk að snúast gegn drott-
insvikaranum Snorra Sturlusyni. Gissur var þekktur fyrir afskiptaleysi og
friðsemd, lengi vel, þar til hann dróst inn í hildarleikinn mikla. Var kannski
besti kostur fyrir Gissur að berjast til þrautar, ryðja andstæðingum úr vegi
til að ríkja einn að lokum og koma á friði? En gat hann það nokkuð án
stuðnings konungs?
Þannig getum við gengið á röðina og skoðað hvern höfðingja fyrir sig.
Öllum var óþekkt hugmyndin um að setja þjóðfrelsi á oddinn, ljá því
pólitíska og hagsmunalega merkingu, allir glímdu við hinar sömu, snúnu
kringumstæður þar sem málið var að sigra eða falla og margir voru bundn-
ir konungi trúnaði sem ekki mátti rjúfa.
Gagnrýni manna sem uppi voru á 13. öld beindist stundum að fégimd,
ekki síst að eftirsókn efdr illa fengnu fé. En gagnrýni á ofsa og óhóf tengdist
líklega helst valdagimd og líkamlegu ofbeldi. Er þá þess að gæta að ofsi og
ofbeldi vom tvíbent; ofsi eða ofstopi gat vissulega verið stjómlaust æði. En
hins vegar þóttu höfðingjasynir efnilegir ef þeir sýndu ofsa.14 Mikil kapp-
gimi eða ofsi þótti nauðsyn foringjum, að vera „snöggur og ákveðinn“ í
samskiptum við keppinauta, sýna hörku, jafnvel yfirgang og hika ekki við
manndráp, undir vissum kringumstæðum. Það gleymist stundum að höfð-
ingjar sem teljast hafa verið friðsamir, svo sem Oddaverjar eða Snorri
Sturluson, hikuðu ekki við að láta drepa menn, teldu þeir það nauðsyn. Og
allir karlar urðu að vera undir það búnir að vega menn í hefndarskyni, það
var talið nauðsynlegt til að viðhalda reglu í samfélagi án eiginlegs miðstjóm-
arvalds eða sameiginlegs framkvæmdavalds. Gagxuýni á óhóf og ofsa tengd-
ist hins vegar helst tilefiúslausu ofbeldi og manndrápum, þeim sem urðu
ekki réttlætt. Það mátti þó sjálfsagt lengi deila um hvað væri réttlætanlegt og
14 Mikil höfðingjaefrd á fyrri hluta 13. aldar voru „ofsamerm“, „ákafamenn“ og
„ágjamir“, og var tahð þeim til tekna, sbr. Helgi Þorláksson, „Stéttir, auður og
völd“, Saga 20, 1982, bls. 68.