Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 33
ARVEKNI EÐA AUÐSVEIPNI
röksemda.20 Ein meginástæða þeirrar kaldhæðni og þreytu sem gætir
meðal almennings gagnvart sþómmálum virðist vera sú að þar ástunda
menn kappræðu fremur en eiginlega rökræðu, og ætla má að hið mikla
traust sem þjóðin ber til Háskóla Islands stafi meðal annars af því að fólk
telji að háskólamenn leitist í málflutningi sínum öðru fremur við að hafa
það sem sannara reynist og stenst röklega skoðun. Nú ríður líklega enn
meira á þH en fyrr að við stöndum undir þeim væntingum.
Líka má orða kröfana um vandaða ffamgöngu háskólamanna í sam-
félagsumræðu með þeim orðum að okkur beri að ástunda gagm-ýna hngmn,
enda er hún órjúfanlegur hluti af málefnalegri umræðu. Mér virðist gagn-
rýnin hugsun einkum fela í sér þrennt. I fyrsta lagi þá kröfu að halda ekki
fram staðhæfingum um málefni nema hafa fyrir þeim haldbær rök og vera
reiðubúinn að endurskoða afstöðu sína í ljósi betri röksemda. Það ætti
háskólamönnum að vera tamt þar eð þetta hugarfar er hreyfiafl fræðastarfs-
ins. I öðru lagi felur gagnrýxún hugsun í sér sjálfstæði í hugsun og hugrekki
andspænis viðteknum sannindum og þrýstingi umhverfisins á að tileinka
sér eða taka undir ákvæðna afstöðu. Vart er hægt að ímynda sér mikilvægari
eiginleika firæðimanns á okkar tímum. I þriðja lagi birtist gagnrýnin hugs-
un í Hðleitni til þess að afhjúpa hvers konar þætti sem skrumskæla sam-
félagsumræðu, myrkva orðræðuna og dylja mikilvægar röksemdir eða
staðreyndir.
Hér virðist mér hggja beinast við að grípa til vopna Mínervu: ffæði-
mönnum ber að halda uppi gagnrýni á ónákvæma meðferð hugtaka, slæ-
legar rökfærslur og sniðgöngu staðreynda sem hamla málefiialegri og
upplýstri umræðu. Þetta er líklega beittasta aðhaldið sem hægt er að veita
t'firlýsingaglöðum og verksæknum ákafamönnum sem skeyta hvorki um
rök né staðreyndir í skylmingalist sinni. Með þessu held ég því vitaskuld
ekki ffam að háskólamenn séu ahtaf til fyrirmyndar í málflutningi sínum
heldur útdista einungis þá hugsjón sem í fræðimennsku felst. Sú hugsjón ber
það ekki með sér, eins og stundum er sagt í kaldhæðni þegar þetta atriði
ber á góma, að vísindi séu hrein af öllum hagsmunum og framlag þeirra
fullkomlega óhlutdrægt. Það væri mikil grunnhyggni. Lykillinn að gagn-
rýninni hugsun er ekki að vera viss um fordómaleysi sitt heldur að við-
urkenna takmarkanir sínar og vera vakandi gagnvart þeim áhrifum, hags-
20 Jiirgen Habermas (ásamt starfsbróður sínum Karl-Otto Apel) leggur greinarmun-
inn á rökræðu og hemaðarlist til grtmdvaUar kenningunni um rökræðusiðfræði.
Eg ræði þessa kenningu ítarlega í bók minni Farsœlt líf réttlátt samfélag, Reykjavík:
Heimskringla, 2008, einkum 17. kafla.
31