Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Síða 66
ARNFRIÐUR GUÐMUNDSDOTTIR OG HJALTI HUGASON
túlkun manneskjtmnar. Gengið er út firá því að Guð sé sá sem gefur okkur
gæði daglegs Kfs sem okkur ber að þakka og varðveita eftir bestu getu.
Þannig er um að ræða samspil á milli skaparans og sköpunarinnar, á milli
gjafa Guðs og ábyrgðar okkar. „Og Guð leit allt sem hann hafði gert, og
sjá, það var harla gott.“ Sköpunin er því lýst góð og þar með áréttað að
hinn efnislegi heimur er góður í eðh sínu. Afiieitun hins efnislega, hvað þá
að h'ta á það sem illt í sjálfu sér, er þannig í andstöðu við sköpunartrú
gyðing-kristinnar trúarhefðar.
Gyðing-kristin trú hefur lengi legið undir ámæli fyrir að hafa ýtt undir
drottnun manneskjunnar yfir náttúrunni, sköpun Guðs, eða að minnsta
kosti fyrir að láta drottnunargirni manneskjunnar afskiptalausa.14 Hér eins
og annars staðar er mikilvægt að gera greinarmun á notkun (lat. usus) og
misnotkun (lat. abusus) sem eru mikilvæg hugtök í kristinni siðffæði. Að
eitthvað sé misnotað felm ekki í sér að það sé slæmt í sjálfu sér. Að ein-
hverjir hafi verið tilbúnir til þess að misnota köllun mannsins til ráðs-
mennsku og umbrema umönnun ráðsmannsins í rangláta yfirdrottnan og
sérplægni merkir ekld að ráðsmennskuhlut\'erkið feli sjálfkrafa í sér slíka
breytni. Þvert á það áht að ráðsmennskuhlutverkið veiti manneskjunni
frelsi til að fara með sköpunarverkið að eigin geðþótta er það að bibhuleg-
um skihúngi köllun til að gæta góðrar sköpunar Guðs og viðhalda henni.1'1
Rányrkja, mengun, arðrán og aðrar afleiðingar þess að menn setja skamrn-
tímahagsmuni sína ofar langtímahag heildarinnar stríðir gegn ráðs-
mennskuhlutverkinu. Sjálfbær nýting og sanngjöm skipting veraldlegra
gæða er aftur á móti til marks um góða ráðsmennsku.
Það er vissulega svo að víða í Biblíunni er gengið út frá því að karlinn
hafi fengið forréttindi umfram aðra hluta sköpunarverksins í vöggugjöf,
þar á meðal konuna. Þessa hugmynd má að hluta til rekja til síðari og
jafhffamt eldri sköpunarsögu Fyrstu Mósebókar sem er myndrænni en hin
fyrri. I fyrri sögunni skapar Guð alheiminn með orði einu á sex dögum og
hvílist hinn sjöunda dag. Blasir þar við heimsmjtnd sem helgar viku hins
vinnandi manns og hvíldardag Gyðinga. Síðari sköpunarsagan gengur út
ffá mun ffumlægari sköpunarhugmyndum. Drottinn mótar manninn af
mold og blæs honum lífsanda í brjóst.16 Ráðsmennskuhlumerk mannsins
14 Kathryn Tarrner, „Creatíon, Environmental Crisis, and Ecological Justice“,
Reconstructing Christian Theolog)', ritstj. Rebecca S. Chopp og Mark Letvis Taylor,
Minneapolis: Fortress Press, 1994, bls. 99-123, hér 99-103.
15 Sama rit, bls. 109-113.
16 Litíð er svo á að sköpunarsögurnar tvær séu upprunnar úr tveimur mismunandi
64