Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 70
ARNFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR OG HJALTI HUGASON
hliðinu skellt í lás á hæla þeirra. Þar að auki sátu þau uppi með þá refsingu
sem Guð úthlutaði þeim. Konan skjddi fæða böm sín með þjáningu en
jafnframt þola yfirráð karlsins. Hann var aftur á móti skikkaður til að þræla
í sveita síns andlitis þar ril að hann, sem skapaður hafði verið af leir, hyrfi
„aftur til jarðarinnar“.
I Gamla testamentinu er sögtmum af sköpun konunnar og karlsins og
afdrifum þeirra ætlað að svara spumingunum um hvert hlumerk þeirra er
og hvers vegna er eins ástatt fyrir þeim og ratm ber vitni, þ.e. að varpa ljósi
á eðli mannlegrar tilveru. I stað þess að vera frásögur af sögulegum
atburðum gegna þær þH hlumerki skýringarsagna. Ástand karlsins og
konunnar má sem sagt rekja til þess að þau hafa „fallið í synd“ og orðið
hefur rof í sambandi þeirra við Guð. Vegna þess að þau óhlýðnuðust
boðum Guðs ríkir ekki lengur það paradísarástand sem lýst er í sköpunar-
sögunum og grundvallarjafhræðið á milli konunnar og karlsins, sem til-
heyrði hinni góðu sköpun, er ekki lengur til staðar. Fæðingarkvalir og
offíki karlsins em laun hennar, en erfiði og strit hlutskipti hans. Syndugt
ástand þeirra felst með öðmm orðum í því að þau hafa ratað af réttri braut,
líf þeirra hefur misst marks og þau glíma við afleiðingamar.
Það em ekki aðeins einstaklingar sem geta verið syndugir í þeim skiln-
ingi sem hér hefur verið gerð grein fyrir. Sama máli gegnir um félagsleg
fyrirbæri, pólitísk öfl og stofaanir samfélagsins sem hafa verið nýttar til að
innleiða og viðhalda ranglæti, til dæmis óréttlátri skiptingu auðs og tæki-
færa. Því er lykilinn að réttlátu samfélagi ekki aðeins að finna í sinnasldpt-
um einstaklinga sem snúa frá villu síns vegar heldur líka í róttækri
umbreytingu samfélagsstofaana. Þetta er nokkuð sem huga þarf að í end-
urskoðun á öllum innfiðum íslensks samfélags í kjölfar hmnsins. Er þar
ekki síst um að ræða fjármálakerfi landsins og eftirlitsstofaanir með því.
Iðrun og yfirbót hafa eins og syndarhugtakið orðið klisjrmni að bráð og
tapað sinni trúarlegu merkingu. í trúarlegu samhengi er mikilvægt að
iðrun sé skilin í samhengi við syndarhugtakið. „Að iðrast“ merkir að snúa
við, að ganga í sig. Sá sem hefur misst marks skynjar stöðu sína og ákveður
að gera eitthvað í eigin málum. Iðrunin hefst þar af leiðandi á ákvörðtm
um að komast í tengsl við skapara sinn, viðurkenna það hlutverk sem Guð
hefur ætlað viðkomandi í sköpunarverkmu og velja lífsmáta sem eykur
lífsgæði gjörvallrar sköprmarinnar.20
20 Taylor, Speaking ofSin, bls. 66.
68