Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Side 139

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Side 139
KJARNMESTA FOLKIÐ I HEIMI inum þar sem íjallað er um aðgerðir breskra stjórnvalda ásamt fréttum af aðgerðum þeirra sem standa að síðunni. Islendingar voru hvattir til að gera einskonar póstkort þar sem aðgerðum breskra stjórnvalda var mót- mælt. Póstkortin samanstanda af mynd af viðkomandi einstaklingi, oft með spjald sem á er letruð spurningin „Lít ég út eins og hryðjuverkamað- ur?“. Póstkortið mátti svo senda á síðuna www.indefence.is. Aðstandendur síðunnar fengu liðsauka þegar Þorkell Þorkelsson ljósmyndari bauð fólki að koma í stúdíó sitt og láta taka myndir af sér með „vopn“ sín. Myndirnar sýna á gamansaman hátt þessi vopn sem samanstanda af hlutum eins og byssu úr legokubbum, fótbolta, snjóbolta eða skrifstofuvörum. Þorkell hélt svo sýningu á íslenskum hryðjuverkamönnum í Vetrargarðinum í Smárahnd og opnaði hún 27. október 2008 og stóð í tvær vikur. Herferðin reyndi þannig að undirstrika á gamansaman hátt, þrátt fyrir að markmiðið sé alvarlegt, að það var ekki rétt að beita hryðjuverkalögum á íslensku bankana. I þessu sambandi er samt eitthvað sem minnir óþægilega á mótmæli Islendinga gegn sýningunni í Danmörku árið 1905, þegar mótmælin snerust ekki um réttmæti sýningarinnar eða hryðjuverkalaganna heldur um það að við værum sett í rangan flokk. Hér má einnig minna á hvernig landafræði- og mannkynssögubækur í byrjun 20. aldar staðsettu íslensku þjóðina við hlið Evrópuþjóða sem meðlimi í hinni taktföstu göngu í átt til framtíðar. Við erum ekki hryðjuverkamenn, ekki ffekar en við vorum skrælingjar eða villimenn í byrjun 20. aldar - en einhverjir aðrir geta hins vegar vel verið það. Póstkortaherferðin felur í sér notkun andstæðu þess sem birt er á póstkortunum: Islendinga bjarta yfirlitum í nýtískulegum famaði, með „vopn“ sín sem samanstanda í raun af almennum neysluvarn- ingi. Hún felur ekki eingöngu í sér þá spurningu hvort eitthvað sé fárán- legra en íslenskur terroristi (það er vestrænn, Ijós og tengdur neysluvarn- ingi) heldur einnig þá staðhæfingu að Arabi í kufli með Kóraninn í hendi gæti vel verið hryðjuverkamaður. Þrátt fyrir að þetta sé alls ekki markmið þeirra sem að herferðinni standa byggir hún samt sem áður á gömlum og nýjum staðalímyndum, auk þess sem hún ýtir enn frekar undir þær. Hún setur ekki spurningamerki við að fólk sé almennt flokkað á þennan hátt heldur að við séum það. Ahrifin hefðu vafalítið ekki verið þau sömu ef til dæmis Nígerbúar eða Indverjar hefðu farið af stað með svipaða her- ferð.108 108 Svipaða gagnrýni mátti sjá birtast í áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins árið 2008 sem ég sá eftir að hafa skrifað þessa grein. Þar er par að taka myndband af sér til að 13 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.