Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 139
KJARNMESTA FOLKIÐ I HEIMI
inum þar sem íjallað er um aðgerðir breskra stjórnvalda ásamt fréttum af
aðgerðum þeirra sem standa að síðunni. Islendingar voru hvattir til að
gera einskonar póstkort þar sem aðgerðum breskra stjórnvalda var mót-
mælt. Póstkortin samanstanda af mynd af viðkomandi einstaklingi, oft
með spjald sem á er letruð spurningin „Lít ég út eins og hryðjuverkamað-
ur?“. Póstkortið mátti svo senda á síðuna www.indefence.is. Aðstandendur
síðunnar fengu liðsauka þegar Þorkell Þorkelsson ljósmyndari bauð fólki
að koma í stúdíó sitt og láta taka myndir af sér með „vopn“ sín. Myndirnar
sýna á gamansaman hátt þessi vopn sem samanstanda af hlutum eins og
byssu úr legokubbum, fótbolta, snjóbolta eða skrifstofuvörum. Þorkell
hélt svo sýningu á íslenskum hryðjuverkamönnum í Vetrargarðinum í
Smárahnd og opnaði hún 27. október 2008 og stóð í tvær vikur. Herferðin
reyndi þannig að undirstrika á gamansaman hátt, þrátt fyrir að markmiðið
sé alvarlegt, að það var ekki rétt að beita hryðjuverkalögum á íslensku
bankana.
I þessu sambandi er samt eitthvað sem minnir óþægilega á mótmæli
Islendinga gegn sýningunni í Danmörku árið 1905, þegar mótmælin
snerust ekki um réttmæti sýningarinnar eða hryðjuverkalaganna heldur
um það að við værum sett í rangan flokk. Hér má einnig minna á hvernig
landafræði- og mannkynssögubækur í byrjun 20. aldar staðsettu íslensku
þjóðina við hlið Evrópuþjóða sem meðlimi í hinni taktföstu göngu í átt til
framtíðar. Við erum ekki hryðjuverkamenn, ekki ffekar en við vorum
skrælingjar eða villimenn í byrjun 20. aldar - en einhverjir aðrir geta hins
vegar vel verið það. Póstkortaherferðin felur í sér notkun andstæðu þess
sem birt er á póstkortunum: Islendinga bjarta yfirlitum í nýtískulegum
famaði, með „vopn“ sín sem samanstanda í raun af almennum neysluvarn-
ingi. Hún felur ekki eingöngu í sér þá spurningu hvort eitthvað sé fárán-
legra en íslenskur terroristi (það er vestrænn, Ijós og tengdur neysluvarn-
ingi) heldur einnig þá staðhæfingu að Arabi í kufli með Kóraninn í hendi
gæti vel verið hryðjuverkamaður. Þrátt fyrir að þetta sé alls ekki markmið
þeirra sem að herferðinni standa byggir hún samt sem áður á gömlum og
nýjum staðalímyndum, auk þess sem hún ýtir enn frekar undir þær. Hún
setur ekki spurningamerki við að fólk sé almennt flokkað á þennan hátt
heldur að við séum það. Ahrifin hefðu vafalítið ekki verið þau sömu ef til
dæmis Nígerbúar eða Indverjar hefðu farið af stað með svipaða her-
ferð.108
108 Svipaða gagnrýni mátti sjá birtast í áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins árið 2008 sem
ég sá eftir að hafa skrifað þessa grein. Þar er par að taka myndband af sér til að
13 7