Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 14

Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 14
14 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 Það er talið leticiu ortiz til tekna að hún er ekki af kóngafólki komin. spánverjar eru búnir að fá nóg af slíku slekti í bili í það minnsta. ný spánardrottning er af alþýðuættum og þjóðkunn sjónvarpskona. spænska konungdæmið þarf nauðsynlega að ná sambandi við fólkið á ný eftir óhöpp í valdatíð karls jóhanns. Þ að hefur verið töluvert mál að kynna þessa konu. Síð ustu tíu árin hefur hún borið þónokkuð af titlum. Stallarar við konungshirðir í Evrópu hafa við heimsóknir orðið að romsa upp: Prinsessan af Astúríu, Geróna, Víana; hertogaynjan af Montblanc, greifynjan af Cervera og lafði Balagu er gengur í salinn! Nú er þetta allt miklu einfaldara. Frá 19. júní er hún bara Spánardrottning. Leticia Ortiz er alls ekki fædd með alla þá titla sem hún hefur borið eftir að hún giftist, nokkuð óvænt, Filippusi erfðaprinsi af Spáni árið 2004. Og nú er svo komið í konungs­ ríkinu að Jóhann Karl, áður vinsæll með afbrigðum, hefur sagt af sér vegna ýmissa miður heppilegra mála síðustu ár. Leticia Ortiz er því orðin drottning fyrr en varði. Konungur fjarlægðist fólk sitt með árunum; hann harmaði atvinnuleysi heima en fór sjálfur á fílaveiðar í Afríku. Og hann á tengdason sem er á kafi í sukki og svínaríi. Allt vond mál á erfiðum tímum með atvinnu - þrefi. Þeir tímar eru löngu liðnir þeg ar Karl Jóhann breytti Spáni í lýð ­ ræðis ríki eftir harðstjórn og einræði Frankós. vottur af bláu blóði Því þótti nú ráð að láta gosann taka við af kónginum enda er hann sjónar mun á undan föður sínum í vinsældum. En athygli beinist þó mest að drottningunni Leticiu Ortiz. Hún er alls engin prinsessa og engin lafði. Og hvorki greifynja né her togaynja. Hún er bara sjónvarps ­ fréttakona úr alþýðustétt; dóttir hjúkrun arkonu og blaðamanns. Að vísu hafa ættfróðir menn náð að tengja forfeður hennar og ­mæður við aðalsfólk bæði á Spáni og Ítalíu. En það þarf að fara marga ætt ­ liði aftur í tímann til að tengja svo þessi litli vottur af bláu blóði í æðum hennar er vart mælanlegur. Einhver forfaðir hennar hafði verið landstjóri á Kastillíu en það var árið 1382 og það þykir langsóttur skyldleiki. En þetta með konungsdætur og alvöruprinsessur er ekki lengur mikilvægt mál þegar erfðaprinsar kvænast. Sonja Noregsdrottning var bara fröken Haraldsen – kaup­ mannsdóttir – þegar hún nældi i Harald krónprins fyrir fjörutíu og sex árum. Það var smáskandall þá en síðan er mikið vatn runnið til sjávar í mörgum konungsríkjum og alvana­ legt orðið að kóngafólk gangi að eiga almúgamanneskjur. Þjóðkunn sjónvarpskona Það sem máli skiptir er að ný drottn ­ ing er vinsæl. Hún er þjóðkunn vegna starfa sinna að fjölmiðlun og þekkt sjónvarpsandlit. Spænska konungsdæmið þarf nauðsynlega á meiri vinsældum að halda. Þó fer því víst fjarri að lýðveldissinnum verði í bráð að ósk sinni um þjóð­ kjörinn forseta – en Karl Jóhann lenti í mótvindi og því er skipt um karlinn í brúnni. Leticia Ortiz er glæsileg, gáfuð og vel menntuð. Hún hefur meistara­ próf í blaðamennsku og langa reynslu sem fréttamaður á vettvangi, sjónvarps þula og fréttastjóri. Hún fór t.d. til Galisíu á Norður­ Spáni að flytja fréttir af olíuslysinu þegar tankskipið Prestice fórst þar með sjötíu og sjö þúsund tonn af olíu um borð árið 2002. Mesta mengunarslys í sögu Spánar. Þang­ að fór líka Filippus prins að sýna heimamönnum stamstöðu í þessum hörmungum. Þarna kynntust þau og voru gengin í það heilaga tveimur árum síðar. fráskilin en barnlaus Leticia Ortiz var gift þegar þau kynnt ust en skildi við mann sinn og tók prinsinn, sem er allföngulegur en hlédrægur. Hún fæddist 15. septem­ ber árið 1972 og er fjórum árum yngri en Filippus, sem lengi var pipar sveinn. Fyrra hjónaband hennar hafði verið barnlaust en nú eru tvær prinsessur komnar í heiminn: Leónóra, átta ára, og Soffía, sjö ára. Í fyllingu tímans mun því Leónóra drottning taka við krún unni á Spáni. Þetta eykur heldur á vinsældir nýju konungsfjölskyldunnar. Leticia Ortiz verður hins vegar ekki valdakona á Spáni með formlegum hætti. Hún er eiginkona konungs en ekki staðgengill konungs eins og stundum er með drottningar. Hitt er þó víst að áhrifa hennar mun gæta á komandi árum. Reynsla hennar af fjölmiðlun skiptir þar miklu. Hún er þegar þekkt andlit, kann að koma fyrir sig orði og hefur væntanlega vit á að forðast skandala. Það skiptir mestu í stöðunni núna. TexTi: Gísli KrisTjánsson sjónvarpskona heillaði prinsinn Ný konungshjón sest að völdum á Spáni: Leticia Ortiz var gift þegar þau kynnt ust en skildi við mann sinn og tók prins­ inn, sem er all föngu­ legur en hlé­ drægur. Ekki spillir fyrir vinsældunum að tvær litlar prinsessur flytja inn í konungshöllina: Leónóra og Soffía. nærmynd
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.