Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 28

Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 28
28 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 Ingibjörg Þórðardóttir segir að fasteignamarkaðurinn hafi verið líflegur síðustu vikur og góðar eignir fari mjög fljótt. Ólíkt því sem hafi verið undan­ farin ár sé umtalsverður fjöldi nýrra eigna að koma í sölu og mikið sé fram undan í byggingu íbúðar­ húsnæðis. Það sé fagnaðarefni að byggingariðnaðurinn skuli nú hafa tekið við sér svo um munar en það sýni að bjartsýni ríki og hafi í för með sér margháttuð afleidd störf. Með nýjum eignum komi fleiri eignir inn á markaðinn en mikil uppsöfnuð eftirspurn hafi skapast. „Hækkandi húsnæðisverð hefur á hinn bóginn slæm áhrif á þá sem eru að koma inn á markaðinn sem fyrstu kaupendur. Það er orðið mörgum veru­ lega erfi tt að eignast húsnæði og þónokkuð um að fólk falli á greiðslumati og sé þannig nauðbeygt til að fara inn á leigu­ markaðinn, sem reynist mörgum býsna erfiður enda leiga víða mjög há. Þetta er nokkuð sem stjórnvöld verða að huga að með t.d. vaxta bótum eða viðbótar­ lánum fyrir fyrstu kaupendur. Auðvitað á fólk að hafa val um búsetuform en margháttuð teikn eru á lofti um að stórir hópar fólks geti ekki eign ast sitt eigið húsnæði þar sem margháttaðar hindranir eru í veg inum. Fólki er þannig beint eða óbeint stýrt inn á leigumarkaðinn og þarf þá oft að greiða mun hærri mánaðar­ legar greiðslur til leigusalans en ef það væri að fjárfesta í eigin eign. Þannig eru stór leigufélög að kaupa upp eignir með það að augnamiði að leigja fólki og mörgum verða ekki önnur úrræði tæk þegar fram í sækir. Þetta er áhyggjuefni.“ Framboð á nýbyggingum inGiBJöRG ÞÓRðARDÓttiR – formaður Félags fasteignasala FASTEIGNA- MARKAÐURINN Högni Óskarsson segir að þjónustukannanir séu allra góðra gjaldar verðar og nauðsynlegar allri framþróun. „Nýleg grein í Forbes Magazine setur þó spurningar ­ merki við þetta þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Í Bandaríkj­ unum er vaxandi áhersla á að greiðslur til sjúkrahúsa séu tengd ar gæðum þjónustunnar og er ánægja sjúklinga stór þáttur í gæðamatinu. Margt gott má um það segja. Hins vegar er ánægja sjúklinga ekki bara tengd bein­ um árangri meðferðar heldur líka viðmóti læknis, ekki síst því hversu undanlátssamur hann er þegar kemur að kröfum sem ekki er talið læknisfræðilega rétt að uppfylla. Það eru kröfur um meiri og oft dýrari greiningarvinnu en nauðsynleg er, kröfur um sterk verkjalyf, róandi, örvandi og sýkladrepandi lyf og innlögn á sjúkrahús svo eitthvað sé nefnt. Undanlátssemin getur reynst vond og dýr læknisfræði þótt hún hækki ánægjumat á viðkom­ andi lækni. Verri er sú skýra vísbending að sá hluti sjúklinga sem ánægðastur er, og um leið mest kostnaðarskapandi, er líklegri en ekki til að farnast illa þegar kemur að árangri meðferðar. Engu að síður eru læknar þar vestra undir þrýst­ ingi frá stjórnum/eigendum sjúkrahúsa um að vinna gegn sannfæringu sinni til þess að tryggja hátt ánægjustig fyrir sinn spítala. Greiðslur frá þriðja aðila, tryggingum, eru nefnilega tengdar ánægjustiginu að hluta. Tryggingargjöld/skattar hækka í kjölfarið. Það þarf ekki að fjölyrða um samfélagslegu áhrifin. Það má líka velta fyrir sér hvort svona þversagnir geti átt sér stað í þjónustufyrirtækjum á öðrum og óskyldum sviðum. Er stundum fjárfest í aðstöðu og mann­ afla, sem skilar engum aukinni arðsemi? Skoðið málið.“ HöGni ÓSKARSSon – geðlæknir og stjórnendaþjálfari SKIpULAGIÐ Í VINNUNNI Eru þeir „bestu“ alltaf bestir? Álitsgjafar Nú á haustmánuðum er liðið ár frá því lög um hlutföll kynja í stjórnum félaga tóku gildi. Lögin hafa skilað talsverðum árangri í því að leiðrétta kynjahallann hjá stærri fyrirtækjum og voru konur ríflega 30% stjórnarmanna í þeim fyrirtækjum árið 2013 samanborið við 15% árið 2008. Kannanir sýna að meirihluti stjórnarmanna er jákvæður í garð löggjafarinnar og eykst jákvæðnin með hækkandi aldri.“ Margret Flóvenz segir að það sé erfitt að lesa í hvað veldur aukinni jákvæðni gagnvart lögun­ um með hækkandi aldri en hún bendir á að skýringarinnar gæti t.d. verið að leita í því að eldra fólk átti sig frekar á því að það dugar ekki að bíða þess að hlut­ föllin jafnist af sjálfu sér eða, sem verra sé, að yngra fólkið átti sig ekki á mikilvægi þess að bæði kynin komi að stjórn fyrirtækja og annarra samfélagsstofnana. „Ýmsar vísbendingar eru um að jafnréttisvitund meðal unglinga og ungs fólks hafi í mörgum tilfellum tekið áratuga stökk aftur á bak og er það verulegt áhyggjuefni. Þetta má m.a. ráða af umræðu á samfélagsmiðlum og gamaldags kynskiptingu í þátttöku framhaldsskólanema í félagslífi. Maður spyr sig hvað valdi, hvaða afleiðingar þetta geti haft til framtíðar og hvað sé til ráða. Það er brýnt að fræðsla um jafnrétti og stöðu kynjanna verði eðlilegur hluti námsefnis fyrir börn og unglinga og ekki síður að við foreldrar tökum okkur á í uppeldi barnanna okkar hvað þetta varðar. Þá munu börnin vonandi einhvern tíma segja „þetta er einmitt sú veröld sem ég vil“.“ MARGREt FLÓVEnz – stjórnarformaður KPMGEndurskoðun „Og seinna börnin segja“ ÍS L E N S K A S IA .I S O D D 6 97 27 0 6/ 14 70% súkkulaði? Tölum saman Um sjötíu prósent umsvifa Odda í dag snúast um hönnun, framleiðslu og sölu á fallegum og notadrjúgum umbúðum úr plasti, kartoni, bylgjupappa og hefðbundnum pappír. Við erum sameinað fyrirtæki Odda, Kassagerðarinnar og Plastprents. Meðal 3.500 viðskipta vina Odda eru fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum í matvælaiðnaði, sjávarútvegi, verslun og þjónustu. Já, við erum löngu hætt að vera bara prentsmiðja. Þarftu umbúðir, plast eða kassa? Tölum saman. #oddaflug UMHVERFISVOTTAÐ FYRIRTÆKI Oddi Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Umbúðir og prentun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.