Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 45
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 45
É
g er ánægð með hvernig starf -
semin hefur verið að þróast í
þessu krefjandi umhverfi sem
við störf um í og mjög stolt
af ýmsum árangri sem við höfum náð í
innra starfi félags ins,“ segir Sigrún Ragna
Ólafsdóttir þegar hún er spurð hvaða
árangur hún er ánægðust með hjá VÍS það
sem af er árinu.
„Hjá VÍS starfa mjög samheldnir og
reyndir starfsmenn sem hafa unnið að ýms -
um spennandi verkefnum svo sem eins og
að innleiða straumlínustjórnun og hefja
inn leiðingu á nýjum stöðluðum grunntrygg -
ingakerfum. Þessi vinna miðar öll að því að
gera okkur kleift að veita viðskiptavinum
okkar betri þjónustu og auka ánægju þeirra
enn frekar, en það er markmið okkar hjá
VÍS.“
VÍS fékk viðurkenningu sem fyrirmyndar -
fyrir tæki í góðum stjórnarháttum fyrr á
árinu frá Rannsóknarmiðstöð um stjórnar -
hætti við Háskóla Íslands. „VÍS var fyrst
íslenskra tryggingafélaga til að hreppa
nafn bótina en góðir stjórnarhættir eru hluti
af samfélagsábyrgð fyrirtækisins sem við
leggjum mikla áherslu á. Við feng um einnig
viður kenningu Creditinfo sem framúr skar -
andi fyrirtæki og þá erum við mjög stolt af
viður kenningum sem féllu okkur í skaut
þegar Íslensku auglýsingaverðlaunin voru
afhent í febrúar.“
Sigrún Ragna segir að sér finnist atvinnu -
lífið vera komið upp úr hjólförunum.
„Margir mælikvarðar benda til að við séum
að fara í rétta átt. Minni skuldsetning og
skýrara eignarhald gefur atvinnulífinu
aukinn kraft.“
Þá er hún bjartsýnni á uppgang atvinnu -
lífsins en á sama tíma í fyrra. „Mér finnst
t.d. mjög jákvæð þróun hafa átt sér stað
varðandi þá sátt sem hefur náðst við
gerð meginþorra launasamninga á milli
launþegasamtaka og atvinnulífsins. Nú
reynir á að ríkistjórnin standi við sinn þátt í
samkomulaginu.“
Hvert er brýnasta verkefni ríkisstjórn
arinnar að hennar mati? „Afnám
gjald eyrishafta og að tryggja pólitískan
stöðugleika og gott samstarf við hags -
munaaðila s.s. atvinnulífið.“
Sigrún Ragna telur að það sé tiltölulega
auð velt að stofna fyrirtæki á Íslandi og
komast inn á markaði. „Íslenski mark -
aðurinn er hins vegar mjög lítill en með
tilkomu netsins og sölu þar hafa mögu -
leikar íslenskra fyrirtækja gjörbreyst og þá
möguleika verðum við að nýta til fulls.“
Hver eru þrenn algengustu mistök stjórn
enda í starfi að hennar mati? Hún segir
að í fyrsta lagi sé það skortur á langtíma -
stefnu mörkun og ótti við að gera mistök, í
öðru lagi þegar valddreifing sé ekki nægileg
og sam starfsfólk fái ekki viðeigandi ábyrgð
og í þriðja lagi þegar stjórnendur hlusti
ekki nógu vel.
En hvað með besta veganestið sem hún
hefur fengið í stjórnun? „Að hafa trú á
fólki, þar með talið samstarfsfólki, og vilji
til að veita því umboð til athafna.“
sigrún ragna situr í stjórn viðskiptaráðs
og er jafnframt varaformaður ráðs ins,
hún situr í stjórn samtaka fjármála fyrir
tækja og í stjórn samtaka atvinnu lífsins.
Vilborg Einarsdóttir,
frkvstj. Mentors og stjórnarmaður
í Samtökum iðnaðarins.
2014
áhrifamestu
konurnar
100
mikilvægt að hafa trú á fólki
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS: