Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Side 46

Frjáls verslun - 01.04.2014, Side 46
46 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 tækifæri í að fjárfesta í nýsköpun Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins: V ið náðum að selja okkur út úr fyrirtækinu Primex, við seldum hlut okkar til stofnenda, fyrir - tækinu gengur vel og við náð - um góðum samningi við þá útgöngu. Þá náðum við að undirbúa stofnun nýs sjóðs sem mun bera nafnið Silfra. Jafnframt erum við í viðræðum við nokkra erlenda fagfjárfestingarsjóði sem ætla að koma inn í þrjú af fyrirtækjum í eigu NSA. Það fylgir því mikil vinna að fá svona meðfjárfesta en mjög gott fyrir okkur hjá NSA þar sem þeir koma með aðra þekkingu og dýpri vasa en við eigum að venjast hér heima,“ segir Helga Valfells þegar hún er spurð hvaða árangur hún er ánægðust með hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins það sem af er árinu. Hún segir að sér finnist atvinnulífið vera komið upp úr hjólförunum. „Ég horfi á þetta frá þeim hluta atvinnulífsins sem tengist nýsköpun. Það er mikið búið að vera að gerast í grasrótinni í nýsköpunar - geiranum í raun og veru frá hruni og mörg um af þeim fyrirtækjum sem voru t.d. stofnuð 2009 og 2010 er farið að ganga vel. Það sem er kannski mikilvægast fyrir okkur er að nú eru lífeyrissjóðir og fleiri stórir fagfjárfestar farnir að horfa á að það felist tækifæri í að fjárfesta í nýsköpun.“ Helga segist bjartsýnni á uppgang atvinnu lífsins en á sama tíma í fyrra. „Það er vegna þess að ég held að eitthvað fari að gerast varðandi fjárfestingu í nýsköpun. Það eru líka að koma fleiri fyrirtæki á markað.“ Þegar hún er spurð hvert henni finnist vera brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar segir hún að það sé mikilvægi þess að losna við gjaldeyrishöftin. „Það þarf að gera það á faglegan en tiltölulega hraðvirkan hátt. Ég tel að þetta sé brýnasta verkefnið vegna þess að höftin bitna á atvinnulífinu á öllum stigum. Ég held að þetta myndi hjálpa útflutningsfyrirtækjum okkar mikið, sérstaklega fyrirtækjum sem flytja út þekkingu og þjónustu.“ Helga segir að það sé auðvelt að stofna fyrirtæki á Íslandi. „Ég vinn aðallega í tengslum við fyrirtæki sem eru að fara á útflutningsmarkaði og þá er það oft erfiðara fyrir íslensk fyrirtæki að komast inn á erlenda markaði. Fjármögnun er flóknari hér og líka það að það er ákveðin landfræðileg fjarlægð frá mörkuðum. Þetta er hins vegar alveg gerlegt og ég held líka að fyrirtæki frá Íslandi verði oft sterkari af því að þau þurfa að hugsa í alþjóðlegu samhengi frá fyrsta degi.“ Þegar Helga er spurð hver hún telji vera þrenn algengustu mistök stjórnenda í starfi segir hún: „Að þeir haldi að þeir geti allt, að þora ekki að ráða fólk sem er öðruvísi en þeir sjálfir og með frábrugðna þekkingu og að treysta ekki samstarfsfólki sínu til þess að sýna frumkvæði. Það eru mikil mistök að halda að upplýsingar gefi völd. Maður hefur séð stjórnendur sem vilja ekki deila upplýsingum með sam - starfsfólki sínu. Ef fólk hefur ekki allar upplýsingar getur það ekki sýnt það frum - kvæði sem þarf til að leysa flókin verkefni.“ Hvað segir hún um besta veganestið sem hún hefur fengið í stjórnun? „Ég vann einu sinni fyrir stjórnanda sem treysti starfsfólki sínu mjög vel og fólk fékk mikil tækifæri til þess að sýna frumkvæði og ég tel að það hafi verið mjög gott. Ég er nýbúin að lesa bók sem heitir The hard thing about hard things eftir Ben Horowitz. Það er oft erfitt að reka nýsköpunarfyrirtæki og þarf oft að taka erfiðar ákvarðanir og þessi bók er mjög góð varðandi það þegar taka á erfiðar ákvarðanir og hvernig á að gera það skynsamlega. Svo held ég að góð stjórnun snúist um að vera góður í að lesa fólk og laða það besta fram í hverjum og einum svo að allir séu að takast á við verkefni sem þeir eru góðir í og hafa gaman af.“ helga er stjórnarformaður frumtaks fjár festingarsjóðs og í stjórn infomentor, azazo, klak innovit, andrea maack Per ­ fums, transmit og íslandsbanka. Þá er hún varamaður í stjórn framtakssjóðs íslands. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Helga Valfells, framkvæmdastjóri nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. 2014 áhrifamestu konurnar 100
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.