Frjáls verslun - 01.04.2014, Side 82
82 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014
uð sem fólk myndi að minnsta
kosti eiga erfiðara með að
segja beint við þann sem um -
mælin eiga við. Þá sýnist mér
að samskipti í gegnum net
og tölvur geti frekar valdið
misskilningi en þegar fólk talar
saman. Öll mannleg samskipti
eru vandasöm og það er auð -
velt að misskilja fólk, slíkt er
enn auðveldara þegar fólk
sendir skilaboð í gegnum tæki
þar sem þau eru líka oftar en
ekki stuttaraleg og óformleg.
Varðandi fjölmiðlaumræðuna
virðist sem tæknin sé að
veikja góða fjölmiðla víða um
heim. Hér á landi hafa helstu
fjölmiðlar veikst verulega að
undanförnu af ýmsum ástæðum
sem kemur meðal annars fram
í því að það birtast sárafáar
greiningar á þjóðfélagsmálum.
Þetta þýðir að ólík sjónarmið fá
ekki að koma fram og umræðan
verður mjög einhliða. Þetta er
mikið áhyggjuefni.“
Áreitið er mikið í samfélaginu.
Þú hefur rætt um mátt og
aukið mikilvægi þagnarinnar
við þessar aðstæður. Hvernig
hugsar þú það?
„Eitt af mínum rannsóknar -
efn um er friðhelgi einkalífsins
eða persónuvernd, meðal
ann ars mikilvægi þess að við
gefum hvert öðru svigrúm og
förum vel með persónulegar
upplýsingar. Síðan hef ég einnig
verið áhugamanneskja um jóga
og hugleiðslu á síðustu árum.
Saman hefur þessi áhugi leitt mig
að þögninni og ég hef skrifað
örlítið um hana að undanförnu
og haldið fyrirlestra. Ég held
að þögnin sé stórlega vanmetin
í nútíma sam félagi. Þögn getur
auðvitað haft margs konar
merkingu en ég hef einkum í
huga þögn sem er eiginleg kyrrð
og nærir sálina. Efnið tengist líka
þeirri hugmynd að það hjálpi
ætíð að ræða alla hluti og maður
eigi að segja það sem kemur fyrst
í hugann. Það skiptir auðvitað
miklu máli að ræða málin en
það má ekki verða til þess að
við gleymum gildi þagnarinnar.
Við getum veitt hvert öðru
mikinn styrk og næringu með
því að segja ekkert heldur leyfa
þögninni að tala.“
„Í mínum huga á
ekki að skilja sam
fé lagslega ábyrgð
þröng um skilningi
eins og Friedman
boð aði, heldur verður
að huga að þeirri
stöðu sem fyrir tæki
hefur í samfélaginu.“
heiðarleiki, kjarkur, gleði og samvinna
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Pizza Hut á Íslandi og Finnlandi
É
g er ánægðust með einhug og
samheldni starfsfólksins okkar,“
segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
þegar hún er spurð hvaða ár ang-
ur hún er ánægðust með hjá fyrir tæk inu það
sem af er árinu. „Sam vinna, metn aður, gleði
og áhugi er gríðarlega mikilvægt veganesti
þegar tímar eru breyti legir og áskoranir á
hverju horni.“
Þórdísi Lóu finnst atvinnulífið ekki vera
komið upp úr hjólförunum. „Fyrirtæki eru
að berjast við of háan kostnað sem kemur
niður á framþróun og nýsköpun. Einnig er
mikill óróleiki á kjaramarkaði, verkföll og
vinnudeilur sem hafa gíðarleg samfélagsleg
áhrif.“
Þórdís Lóa segist stundum vera óþarflega
bjartsýni í eðli sínu en varðandi það hvort
hún sé bjartsýnni á uppgang atvinnulífsins
nú en á sama tíma í fyrra segist hún eins og
stendur ekki vera sérstaklega bjartsýn enda
sé ekki komin nein ró eða stöðug stefna á
atvinnulífið.
Hvert er brýnasta verkefni ríkisstjórn ar
innar að mati hennar? „Það er að koma
á langtímahagstjórn sem öll stjórnmálaöfl
svo og hagsmunaaðilar kæmu að. Það
væri stefna sem þjóðin gæti staðið á bak
við og myndi ekki breytast á fjögurra
ára fresti. Stöðugleiki og skýr stefna er
algjör forsenda að mínu mati fyrir góðu og
heilbrigðu efnahagslífi sem hefði áhrif á
alla þjóðina.“
Þórdís Lóa segir að það sé auðvelt að
stofna fyrirtæki á Íslandi sem og í öðrum
löndum í Norður-Evrópu. „Það fer síðan
eftir því í hvaða bransa maður er hvernig
er að komast inn á markaði.“
Hvað með þrenn algengustu mistök
stjórnenda í starfi? „Það er að missa fókus
og hugsa ekki um liðsheildina og fólkið.
Viðskipti snúast alltaf um fólk og ef við
hugum ekki að fólkinu okkar förum við
ekki langt.“
Hvað segir Þórdís Lóa um besta vega nest
ið sem hún hefur fengið í stjórnun? „Besta
veganestið sem ég hef tileinkað mér er
heiðarleiki, kjarkur, gleði og samvinna.“
Þórdís lóa er stjórnarformaður félags
kvenna í atvinnulífinu, naskur ehf.,
finnskíslenska viðskiptaráðsins og
naskar investments ehf. hún situr í
stjórn spyr.is, aladin invest ehf., fresko
ehf., askur oy og jogo oy.Þórdís Lóa er stjórnarformaður Félags
kvenna í atvinnulífinu, FKA.
2014
áhrifamestu
konurnar
100
Íslensku Húðdroparnir™
um allan heim
Við erum stolt af árangri okkar á erlendri grundu
og öll helstu tískutímarit og dagblöð heims
mæla með vörunum okkar.
„Skin saviour” – Vogue, Ástralía
„Eine Wunderwaffe” – Elle, Þýskaland
„Véritable ‘bijou’ de cosmétique” – Marie Claire, Frakkland
„One pot wonder” – Daily Mail
„Go get it” – Sunday Times