Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Síða 86

Frjáls verslun - 01.04.2014, Síða 86
86 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 undirritaður hafi verið sett lög um stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, sem kváðu á um að kirkjan sæi um öll sín innri mál. „Áður fyrr þurfti að fara fyrir Alþingi ef sameina átti prestaköll eða stofna nýtt. Ég þekki dæmi um að eitt slíkt var stofnað á næturfundi á Alþingi og heyrði biskup fyrst af hinu nýja prestakalli í fréttum daginn eftir. Eina hlutverk Alþingis núna er að breyta lögum um stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar eða samþykkja ný. Kirkjuþing verður að vinna og samþykkja allar breytingar áður en þær fara fyrir Alþingi.“ Af meintri íhaldssemi Í huga Agnesar er kirkjan langt frá því að vera íhaldssöm vegna þess að innan hennar rúmist mikill fjölbreytileiki og hún saman standi af breiðri fylkingu, sem eigi það sameiginlegt að trúa á Jesú Krist og boða fagnaðarerindið. Innt eftir hvort sjálf sé hún frjálslynd svarar hún játandi. Hún kveðst ekki hafa þurft að standa í ströngu í málamiðlunum í em 0bættistíð sinni. „Ég læt ekki skipa mér fyrir verkum heldur geri mér far um að vera sanngjörn, hlusta á öll sjónarmið og landa málum án þess að misbeita valdi mínu eða taka ákvarðanir sem koma illa við fólk,“ segir hún. Þótt þjóðkirkjan byggist á gömlum hefðum er hún að mati Agnesar í takt við nútímann og tengd lífi fólksins í landinu með margvíslegum hætti, bæði leynt og ljóst. Sá fjöldi sem sækir hefðbundar guðsþjónustur á sunnudögum sé ekki eini mælikvarðinn á þátttöku fólks í kristilegu starfi. „Helgihald í kirkjum landsins er gríðarlega öflugt. Í einni kirkju eru allt- af haldnar gospelmessur á sunnudagskvöldum, Tómasar - messa einu sinni í mánuði í annarri, æðruleysis messa og batamessur í Dómkirkjunni, léttmessur, fjölskyldumessur, barnamessur og kyrrðarstundir í hádeginu eru einnig víða svo bara fátt eitt sé talið. Hver söfnuður hefur í rauninni frelsi til að móta sitt starf. Svo framarlega sem við boðum trúna á Jesú Krist getum við notað alla þá miðla og allar þær aðferðir sem okkur dettur í hug,“ segir Agnes og upplýsir að á Biskupsstofu sé starfandi vefprestur, sem sjái um heimasíðu stofunnar og að miðla boðskapnum „ … á öllum þessum nútímamiðlum; Facebook, Twitter og öðrum, sem ég kann ekki að nefna“, segir Agnes og bætir við að nú á tímum þurfi að hrópa hátt svo í manni heyrist. Á einum slíkum miðli, nánar tiltekið heimasíðu Biskups- stofu, kemur fram að Agnes hafi frá unga aldri lagt stund á hljóðfæraleik og söng, verið í kvennakór og kirkjukórum og lært á píanó og orgel. Núna segist hún ekki hafa tíma til að sinna þess um hugðarefnum samhliða skyldum biskups. „Ég hætti að spila fyrir tuttugu árum en er farin að spila aðeins aftur, en bara fyrir sjálfa mig, og hef ekki tíma til að syngja í kór. Sólarhringurinn fer í að vera í vinnunni, sem er alls ekki slæmt. Þann litla tíma sem ég hef aflögu nota ég til að hitta fólkið mitt; móður mína, syni, tengdadætur og barnabarn. Að vera biskup er frekar eins og lífsstíll en starf; mér finnst forréttindi í lífinu að fá að vera kirkjunnar þjónn og flytja þennan boðskap, sem er svo uppbyggilegur og hvetjandi.“ „Við megum aldrei missa sjónar á því að koma boðskapnum á framfæri. Ef við efumst um að hann sé þess virði erum við komin út á hálan ís. Boðskapurinn er sameiginlegt verkefni okkar allra og á það lagði ég áherslu á prestastefnunni.“ 2014 áhrifamestu konurnar 100 fjölbreytileikinn er styrkleiki Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs: Þ egar Aðalheiður Héðinsdóttir er spurð hvaða árangur hún sé ánægðust með hjá Kaffitári það sem af er árinu nefnir hún nýjar um búðir utan um kaffið sem fyrir tæk - ið framleiðir. „Sam starf við Hvíta húsið og Sögu hring kvenna hefur verið sér staklega ánægju legt og skemmtilegt. Við erum stolt af útkomunni og vonum að við skiptavinirnir séu það einnig.“ Þegar hún er spurð hvort henni finnist atvinnulífið vera komið upp úr hjólförunum segir hún: „Já, svei mér þá. Ég held að svo sé.“ Hún segist vera bjartsýnni á uppgang atvinnulífsins nú en á sama tíma í fyrra og bætir við að hún sé reyndar alltaf bjartsýn. Svo er það spurningin hvert sé brýnasta verkefni ríkis - stjórn arinnar. „Ég tel það vera að kasta krónunni og taka upp gjaldmiðil sem virkar til lengri tíma. Vextir hér á landi eru ekki í neinu samræmi við það sem samkeppnin erlendis býr við. Þetta er afleitt fyrir íslenska framleiðendur og landsmenn alla.“ Hversu auðvelt er að stofna fyrirtæki á Íslandi og komast inn á markaði? „Ég tel að það sé mjög auðvelt. Hér er gott stuðningsnet á fyrstu stigum og frekar auðveldur aðgangur að heimamarkaði.“ Þegar Aðalheiður er spurð hver séu að hennar mati þrenn algengustu mistök stjórnenda í starfi segir hún: „Að segja ekki nógu skýrt til hvers er ætlast, að horfa fram hjá því þegar undirmenn vinna ekki í krafti heildarinnar og að samþykkja sérfræðiaðstoð án þess að viðkomandi sé gerður ábyrgur fyrir útkomunni.“ Hvert er besta veganestið sem hún hefur fengið í stjórnun? „Það er að ólíkt fólk vinnur vel saman og fjölbreytileikinn er styrkleiki.“ aðalheiður situr í stjórn kaffitárs og tækniskólans. Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.