Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 88

Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 88
88 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar­ og viðskiptaráðherra: ragnheiður elín árnadóttir ber það með sér að vera ákafamanneskja. Það er hugur í henni og ekkert fer á milli mála að henni finnst gaman í vinnunni. Þegar hún er spurð hvernig þetta fyrsta ár hennar í ráðherraembætti hafi verið og hvernig þeim málaflokkum sem undir hana heyra hafi vegnað svarar hún að bragði. Þ að er óhætt að segja að þetta fyrsta ár hafi verið viðburðaríkt, og í heild get ég sagt að ég sé mjög bjartsýn fyrir hönd þeirra málaflokka sem heyra undir þetta ráðuneyti – hvort heldur það er á sviði nýsköpunar eða hönnunar, orkunýtingar eða iðnaðar. Við sjáum mikla grósku í ýmsum stórverkefnum og síðan er ýmis smærri iðnaður annar þar sem maður sér að mikið er um að vera. Í heild finnst mér landið vera að rísa, það ríkir meiri bjartsýni og það er aukinn kraft ur eins og við sjáum í hag - vaxtarmælingum. Þetta er allt á uppleið þótt við séum ekki alveg komin þangað, en margt sem er í þann veginn að fara í gang. Mottóið hjá mér hefur verið að laga það sem er bilað og efla það sem er í lagi.“ Þá er ónefnd ferðaþjónustan segir Ragnheiður Elín. „Það hefur varla farið framhjá neinum að hún hefur verið á hraðri siglingu. Við höfum lagt í mikla vinnu við að kortleggja starfs umhverfi greinarinnar með það að markmiði að bæta umhverfi hennar og ein - falda regluverk. Við fengum nýlega í hendur nýja skýrslu með tillögur um einföldun á starfsumhverfi og því regluverki sem greinin býr við. Það þarf að koma þessari starfsemi meira upp á yfirborðið því að þar höfum við aðeins verið að kljást við svarta atvinnustarfsemi, án þess þó að hægt sé að taka þessa grein eina út fyrir sviga að því leytinu. Síðan liggja fyrir verkefni sem fylgja hinum öra vexti í ferðaþjónustunni, eins og gjaldtökumálin sem hafa verið fyrirferðarmikil. En í heild hefur árið verið ótrú - lega viðburðaríkt og hrika - lega skemmtilegt. Þetta er skemmtilegt ráðuneyti að því leyti að hér erum við alltaf að byggja upp og leita nýrra tæki færa. Við erum að byrja að sjá afraksturinn af hinu og þessu sem unnið hefur verið að undanfarin misseri og ég ætla að leyfa mér að vera mjög bjartsýn fyrir komandi ár.“ Gjaldtökumálin flókin Með gjaldtökumálunum á ráð herrann m.a. við náttúru - pass ann margumtalaða. „Þegar ég kom hérna í fyrra var þetta nánast fyrsta verkefnið sem datt inn á borð hjá mér. Um það leyti í fyrra voru að koma fram ýmsar skýrslur héðan og þaðan – bæði frá opinberum aðilum og einkageiranum – þar sem verið var að fara yfir framtíðarsýn ferðaþjónustunnar og gjaldtökumálin þar með talin. Við hér í ráðuneytinu tókum allar þessar skýrslur og fórum vel og vandlega yfir þær og lagði ég síðan til í ríkis - stjórninni að náttúru passa leiðin yrði útfærð. Þetta er flókið mál og við sáum strax að það voru mörg sjónarmið uppi. Ég held ég megi segja að ég hafi í fyrra tekið á móti fimmtíu til sextíu manns sem voru með jafnmargar mismunandi skoðanir í þessu efni. Allir höfðu þeir eitthvað til síns máls því að þarna er engin leið sú eina rétta og gallalaus. Það eru alltaf mismunandi sjónarmið sem togast á og mis munandi hagsmunir. En náttúru passaleiðin varð ofan á. Ég held hins vegar að forsenda fyrir henni sé að við náum um hana góðri sátt. Mér fannst þegar líða tók að þinglokum og við vorum svona á síðustu metrunum með frumvarpið að umræðan væri einfaldlega ekki tæmd. Það voru uppi t.d. lögfræðileg álitamál varðandi almannarétt og eignarrétt, hvar mætti rukka og hvar ekki, sem við vildum útkljá með skýrari hætti. Þess vegna var ákveðið að leggja það ekki fram núna heldur nota sumarið til að halda áfram þessari vinnu. Við megum heldur ekki gleyma því að gjaldtaka er ekki markmiðið í sjálfu sér, heldur erum við að leita leiða til þess að fjármagna uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum, tryggja vernd náttúrunnar og öryggi ferðamannanna sem okkur heimsækja. Og af því að málið er svo brýnt ákvað ríkisstjórnin að minni tillögu að láta taka út hvaða staðir það væru sem þyldu enga bið og þyrfti að ráðast í úrbætur á strax. Allir höfðu áhyggjur af þessu sumri sem stefnir í að verða eitt metárið enn. Við settum þess vegna tæpar fjögur hundruð milljónir í verkefni sem eiga það öll sameiginlegt að vera brýn hvað varðar náttúruvernd, voru komin á framkvæmdastig og með fjárhagsáætlun klára. Þetta voru verkefni út um allt landið er að rÍsa 2014 áhrifamestu konurnar 100 TexTi: Björn viGnir siGurpálsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.