Frjáls verslun - 01.04.2014, Side 90
90 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014
íslenskt samfélag. Þetta eru
fyrir tæki allt frá því að vera
með hjólagafladempara úr
koltrefjum til að létta keppnis -
hjól í tæki til svefn rann sókna
eða tæki til að greina alzheimer.
Þetta eru oft ungir frumkvöðlar
og heimurinn er bara pínulítill
í þeirra augum. Viðhorfið til
verkefnisins er eitthvað á þessa
leið: „Við ætlum að fara út í
þennan stóra heim og við ætlum
að kynna okkur vegna þess að
við erum með æðislega vöru.
Við ætlum bara að fá fjármagn
og við ætlum að „meika“
það. Við verðum næsta Plain
Vanilla.“ Þetta er viðhorfið. Svo
mun fólk auðvitað gera mistök
en þá er bara að læra af þeim og
reyna aftur. Nákvæmlega eins
og upphafsmenn Plain Vanilla
gerðu sjálfir á sínum tíma.“
Ragnheiður Elín segir það til
marks um áhugann í þessu efni
að á einni viku nýlega hafi hún
ávarpað þrjá Start-up -viðburði;
Startup Energy Reykjavík,
Start-up Iceland og ársfund
Nýsköpunarsjóðs. Hún segist
sjálf hafa tekið þá ákvörðun
þegar hún kom í ráðuneytið fyrir
um ári að fara og heimsækja
sem flest þessara fyrirtækja
og hefur henni þótt það afar
gagnlegt. „Ég tók nokkra
heimsóknarrúnta þar sem ég
spurði alltaf sömu spurninganna:
Segðu mér sögu þína, hvar ertu
staddur, hvað hefur hjálpað þér
og hvað ekki, hvað á að laga
og hverju eigum við að hætta.
Það var rauður þráður í svörum
allra og sömu skilaboðin: Við
erum útsjónarsöm, skapandi og
frjó og ótrúlega góð að byggja
upp fyrirtækin á ákveðinn
stað. Svo vantar okkur í fram -
haldinu fjármagn til að taka
næstu skref en þá eigum við
á hættu, sérstaklega núna á
meðan við búum við höft, að
missa fyrirtækin úr landi og
náum þá jafnvel ekki að sjá
afraksturinn af uppeldinu og
fjár festingunni. Þetta þurf um
við að laga. Það eru sérstak -
lega tvö tæki sem menn hæla
í þessu sambandi; annars
vegar Tækniþróunarsjóður,
ekki síst vegna þess að sjálft
um sóknarferlið hjálpar fyrir -
tækjunum í þróuninni. Þar eru
gerðar kröfur um að þau þurfi
að skila ákveðinni framvindu og
gera áætlanir þannig að fyrir -
tækin vaxa með umsókninni
og bæta sig. Hins vegar er það
endurgreiðslan á sköttum vegna
rannsókna og þróunar. Þetta er
það tvennt sem nánast allir nefna
að hjálpi til og gagnist vel.“
Hún segist einnig finna fyrir miklum áhuga stórra og smárra
erlendra fjárfesta á verkefnum
hér á landi. „Oft tengist það
orkunni og hagstæðu raforku -
verði sem við höfum haft í
gegnum tíðina og við höfum
notið mjög góðs af sem sam -
félag. Raforkukerfi okkar hef -
ur byggst upp vegna þessara
stóru samninga. Þarna þarf
þó vissulega að leita ákveðins
jafnvægis. Landsvirkjun og
orkufyrirtækin hafa mótað sér
sína stefnu í því efni. Ég vil hins
vegar hnykkja á því sjónarmiði
mínu að mér finnst að við
eigum að nýta orkuna með
sjálf bærum hætti til heilla fyrir
alla þjóðina og ekki einblína
á einhvern einn iðnað. En við
sjáum núna fjölgun gagnavera,
kísilvera, lítilla tæknifyrirtækja
og fiskeldisfyrirtækja sem allt
tengist orkunni. Þarna eru
fjölbreytt tækifæri og ríkjandi
þessi hugsun sem sjá má víða –
t.d. í auðlindagarðshugmyndum
á Reykjanesinu – að hrat úr
einni verksmiðju verður hráefni
annarrar, svo sem eins og
hvernig Carbon Recyling nýtir
gufuna úr Svartsengisvirkjun
eða fiskeldisfyrirtækið Stolt
Sea Farm affallið úr Reykja -
nesvirkjun. Allt verður þetta til
að gera okkur leiðandi í því að
nýta orkuna með sem bestum
hætti,“ segir Ragnheiður Elín
Árnadóttir.
„Við erum líka að
breyta starfsumhverfi
bíla leigna og taka á
ólöglegu gistingunni,
ekki síst með einföld
un í huga.“
áhersla lögð á
jafnréttismál
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR:
Ó
lafía B. Rafns -
dóttir, formaður
Verslunar manna -
félags Reykja -
víkur, segir að þegar hún líti til
síðustu mánaða sé hún ánægð
með hversu vel starfsmönnum
VR hafi tekist að auka og efla
samskiptin við félagsmenn og
átt við þá mikilvægt sam tal, sem
sé grundvöllur starf seminnar.
„Hvað varðar einstök
verkefni er ég ánægð með þró -
unina í starfsmenntamálum
innan félagsins en sá mála -
flokk ur er mér sérstak lega
hugleikinn. Svo vil ég nefna
jafn réttismálin en á síðustu
misserum höfum við lagt
aukna áherslu á þau, m.a. með
Jafn launavottun VR.“
Ólafía segist binda miklar
vonir við að atvinnulífið sé
komið upp úr hjólförunum en
að hún hafi áhyggjur af þenslu.
„Við erum ekki komin út úr
höftum og ég hef áhyggjur af
þeim fyrirtækjum sem eru að
flytja frá Íslandi.“
Hún er bjartsýnni þegar
kemur að uppgangi atvinnu -
lífsins en á sama tíma í fyrra.
„Ég tel að það séu mörg afar
spennandi tækifæri í greinum
eins og ferðaþjónustunni en
ef hún á að vera arðbær til
fram tíðar þurfa aðilar vinnu -
markaðarins að taka höndum
saman.“
Að mati Ólafíu er brýnasta
verkefni ríkisstjórnarinnar
að koma Íslendingum út úr
höftunum og móta peninga -
stefnu sem hægt er að byggja
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR.
2014
áhrifamestu
konurnar
100