Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Síða 128

Frjáls verslun - 01.04.2014, Síða 128
128 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 notandinn ber. Ef þú hefur gleði og frið að leiðarljósi mun táknið efla þá eiginleika og öfugt. Þetta þýðir að Ziska er ekki fyrir þunglynda! Konur og karlar sem ganga í fötum frá Ziska eru einstök; þau hafa kjark og sjálfstæði til að skera sig úr hópnum, tala frá hjartanu, bera ábyrgð á sjálfum sér og bera æðruleysi ofar egói.“ Hvar er fyrirtækið statt á þróunarbrautinni? „Hugmyndavinnu er að mestu lokið en ég er að fá nýjan fram ­ kvæmdastjóra og við munum leggja línurnar fyrir næstu fimm árin. Ég er mjög spennt fyrir þessu samstarfi og veit að það mun tryggja framtíð Ziska. Við erum að byggja nýtt viðskipta­ módel og ákveða staðsetningu á markaðinum. Það er mikil vinna framundan; mér finnst betra að fara rólega af stað og leyfa fyrirtækinu að vaxa eðlilega en þó þarf maður líka að vera tilbúinn að geta tekið á móti stórum pöntunum þegar kynn­ ing hefst á vörunnni erlendis, svo það er að mörgu að huga. Ég hef staðið í ströngu í gegnum árin að reyna að finna fjárfesta og rétta viðskiptafé­ laga sem geta fleytt skipinu úr vör, en það er flókið og erfitt þegar maður er einn á báti og á sér ekki bakhjarl. En nýverið fékk ég inn flotta fjárfesta sem gerðu mér kleift að halda áfram og taka þátt í RFF og klára frumgerðir að glæsilegri vetrar­ línu sem er nú í framleiðslu og verður komin í sölu um miðjan ágúst. Línan verður framleidd í litlu upplagi, svo það er gott að fylgjast vel með, en „vor15“­lín ­ una munum við taka alla leið í markaðssetningu og fara með í kynningu erlendis. Ég er vel tengd í tískuheiminum í New York og verður stefnan tekin þangað og til Berlínar til að byrja með. Ég trúi á að maður þurfi að leyfa hlutunum að flæða og vera opinn fyrir að fara þá leið sem opnast hverju sinni.“ Hefur þú fyrri reynslu af að stofna fyrirtæki? „Ég, Ýr Þrastardóttir og Hrefna B. Sverrisdóttir tókum þátt í Start Up Reykjavík síðasta sum­ ar og stofnuðum þá fyrirtækið YZ Creation. Þar unnum við að mjög spenn andi hugmynd, sem er tískufyrirtæki sem sérhæfir sig í afar fjölbreyttum fatnaði fyrir konur á framabraut. Þetta var afar lærdómsríkt ferli og ómetanlegt að hitta alla leið beinendurna og kynnast svona vel fólki sem hefur unnið í að byggja upp áhugaverð fyrirtæki, markaðssnillingum og frumkvöðlum. En ég var ekki tilbúin að leggja niður Ziska og Ýr er starfi sínu fullkom- lega vaxin sem hönnuður í YZ Creation, sem heitir nú „Another Creation“ því nýr kvenforkur kom inn í minn stað. Anna Lilja Johansen heitir hún og hef ég mikla trú á að þær stöllur muni skapa stórt tískuveldi í nánustu framtíð ef þær fá góða fjárfesta. Ég hlakka mikið til að fylgjast með þessu ferli og styð þær heilshugar.“ Hvernig er sprotaumhverfið á Íslandi að þínu mati? „Sprotaumhverfið finnst mér mjög spennandi og margir spennandi frumkvöðlar að láta að sér kveða, sérstaklega þó í hugbúnaðarbransanum. Það er ekki nóg að vera með frábæra hugmynd ef þú hefur ekki kunnáttu til að setja upp viðskiptaáætlun. Þá er freistandi að skríða bara aftur undir sæng og gefast upp. Þess vegna er svo mikilvægt að leiða saman viðskiptafólk og listamenn og hönnuði. Ótrúlegir hlutir gerast þá. Tískubransinn er því miður svolítið brenndur eftir ýmiss konar viðskiptaklúður undan­ farin ár og nánast ómögulegt að fá góða fjárfesta. Upphafs­ kostnaður er mikill og langt þar til maður sér gróða, svo flestir halda að sér höndum í þeim efnum. Lítið er gert fyrir hönnuði og listamenn og svo virðist sem alltaf sama fólkið fái styrki. Eini sjóðurinn sem styrkir af ein hverju viti er Tækniþróunar­ sjóður, en til að fá þann styrk þarf maður að vera í nýsköpun og helst þarf að ráða fólk í að gera umsóknina því það er heljarinnar vinna. Hönnunarmiðstöð og Fata ­ hönn unarfélag Íslands hafa unnið frábært starf undanfarin ár og sem betur fer er mikil vitundarvakning varðandi hagvöxt í skapandi greinum. Ég get ekki skilið þessar stóriðju ­ framkvæmdir þegar þessar niðurstöður liggja fyrir á svörtu og hvítu. Með þeim er verið að eyðileggja sérstöðu Íslands.“ Er fjármálaumhverfið á Íslandi til vandræða? Það er fjármagns- höftin og tregðan á millifærslu peninga? „Já, þetta er algjörlega óhæft. Til dæmis barst ekki greiðsla til Indlands fyrir framleiðslu á frumgerðum sem átti að sýna á RFF. Vörurnar bárust þvi ekki fyrr en mánuði eftir sýninguna! Þetta veldur manni mikilli streitu og eyðileggur viðskiptatækifæri því þú getur ekki stólað á að geta afhent vöru á umsömdum tíma. Þetta er ein af ástæðunum fyrir að ég framleiði hér heima í ofurlitlu magni. Hér eru heldur ekki nein úr­ ræði ef þú vilt framleiða í miklu magni eins og útivistarfyrirtækin eru að gera. Mér hefur heyrst að sú framleiðsla fari mest fram í Kína – meira að segja íslensk­ ar lopapeysur! Það myndi hjálpa okkur ungu hönnuðunum mikið ef hægt væri að koma á fót verksmiðju hér sem gerði okkur kleift að merkja vöruna „Made in Iceland“ en ekki „Made in China“! Ég held að fæstir sem kaupa íslenska hönnun geri sér grein fyrir hvað þetta ferli er ofboðs­ lega flókið. Oft þarftu að vera hjá nokkrum verksmiðjum; ein gerir prjón, önnur gerir leður. Síðan eru gífurlegir samskipta­ örðugleikar, sérstaklega ef skipt er við lönd í Asíu. Í heild er þetta þó hræðilega gaman þegar gengur vel og ég vona innilega að þeir sem eru með hæfileika og líklegir til vinsælda fái meiri stuðning til að byrja. Þegar þú hefur komið hringrásinni af stað er eftirleik­ urinn einfaldari.“ „Sprotaumhverfið finnst mér mjög spennandi og margir spennandi frum­ kvöðlar að láta að sér kveða, sérstaklega þó í hugbúnaðarbransanum. Það er ekki nóg að vera með frábæra hugmynd ef þú hefur ekki kunn­ áttu til að setja upp viðskiptaáætlun.“ Ég held að fæstir sem kaupa íslenska hönnun geri sér grein fyrir hvað þetta ferli er ofboðs­ lega flókið. Oft þarftu að vera hjá nokkrum verksmiðjum; ein gerir prjón, önnur gerir leður. Síðan eru gífurlegir samskipta örðugleikar, sérstaklega ef skipt er við lönd í Asíu.“ frumkvöðlar „Það sem gefur Ziska kannski helstu sérstöð­ una er að á flík unum er miði sem stendur á „MADE IN ICELAND“ sem þýðir að fram­ leiðslan fer öll fram hér á Íslandi.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.