Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 142
142 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014
kjarakönnun og
jafnlaunagreining
Arna Frímannsdóttir starfar á
sviði rannsókna: „Starfsmenn
Intellecta búa yfir mikilli
reynslu af hönnun og fram -
kvæmd rannsókna af ýmsu
tagi. Við höfum t.d. hannað og
þróað kjarakönnun sem hefur
verið mjög vel tekið hjá við -
skiptavinum okkar. Hún tekur
til stærstu fyrirtækja í hverri
atvinnugrein og felur í sér víð -
tækar upplýsingar sem eru
afar verðmætar fyrir við skipta -
vinina.
Vinnustaðagreiningarnar
okkar þykja einnig gefa skýra
og heildstæða mynd af vinnu -
staðnum sem gagnast vel við
umbætur á starfsumhverfinu.
Við erum með nýja vöru sem
er jafn launagreining með nýrri
nálgun sem gefur við skipta -
vinum skýra mynd af því hvað
þarf að laga til að minnka
launamun milli kynja. Hún hef -
ur fengið mikil og jákvæð við -
brögð hjá þeim fyrirtækjum sem
hún hefur verið kynnt fyrir.“
fagmennska í vali á
starfsmönnum
Helga Rún Runólfsdóttir og
Gauja Hálfdanardóttir starfa
á sviði ráðninga: „Við finnum
fyrir auknum kröfum fyrirtækja
um að fagmennska í valferli sé
tryggð. Hjá Intellecta er lögð
mikil áhersla á faglegt hæfnis -
mat á einstaklingum. Við erum
kostur þeirra sem kjósa að
vanda til verka við ráðn ingar
og ráðningarferlið í heild,“
segir Gauja.
Að sögn Helgu er áherslusvið
Intellecta ráðningar stjórnenda,
háskólamenntaðra sérfræðinga,
upplýsingatæknigeirinn í heild
sinni og öll almenn skrifstofu -
störf.
Einnig annast Intellecta beina
leit (headhunting) að stjórn -
end um og sérfræðingum.
„Markmið ráðgjafa Intellecta
er að finna hæfileikaríka ein -
staklinga sem skara fram úr í
starfi ásamt því að hafa per sónu -
leika sem fellur að við komandi
starfsumhverfi,“ segir Helga.
gæði í ráðningum
skipta máli
„Hver einstök ráðning er
mikil væg fjárfesting og er það
hagur viðkomandi fyrirtækis
og einstaklings að vel takist
til. Árangur fyrirtækja ræðst
að miklu leyti af þekkingu og
getu starfsmanna og því er
mikilvægt að ráðningar séu
faglega unnar. Árangursríkar
ráðningar byggjast á faglegum
vinnubrögðum, skilningi á
mannlegri hegðun og notkun
viðurkenndra aðferða,“ segir
Gauja að lokum.
„Við erum með nýja
vöru sem er jafn
launagreining með
nýrri nálgun sem gefur
við skipta vinum skýra
mynd af því hvað þarf
að laga til að minnka
launamun milli kynja.
Hún hef ur fengið mikil
og jákvæð við brögð hjá
þeim fyrirtækjum sem
hún hefur verið kynnt
fyrir.“
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson
intellecta var stofnað árið 2000 og hefur frá þeim tíma unnið með stjórnendum við að bæta rekstur
og auka verðmæti fyrirtækja. intellecta starfar á sviði rekstrarráðgjafar, ráðninga stjórnenda og
sérfræðinga og rannsókna á innviðum og umhverfi fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka.
Arna Frímannsdóttir, Gauja Hálfdanardóttir og Helga Rún Runólfsdóttir hjá intellecta.
Aukin krafa um fagmennsku
KonuR Í FoRSVARi