Frjáls verslun - 01.04.2014, Síða 145
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 145
Sveitarfélagið Skagafjörður skartar sínu fegursta á sumrin.
Að sögn Aino Freyju Järvelä, forstöðu -manns Salarins, tón -
listarhúss Kópavogs, hefur
að sókn á tónleika farið vaxandi
undanfarin ár og hefur svo að
segja verið uppselt á nánast
alla viðburði sem eru í boði í
Salnum:
„Það er einkum sökum þess
að boðið hefur verið upp á
góða tónleika og vandaða við -
burði sem höfða til unnenda
auk þess sem stærð hans er
sérlega heppileg. Salurinn er
einn fremsti vaxtarbroddur tón -
listarlífsins í landinu og hefur
átt verðskuldaðri velgengni að
fagna. Hann hefur ótvíræða
kosti í góðum hljómburði
sem og þeirri skemmtilegu
nánd sem myndast milli flytj -
enda og tónleikagesta. Þrátt
fyrir að vera fyrst og fremst
tónleikasalur er hann líka
einstaklega vel búinn til ráð -
stefnu- og fundahalda enda
hefur hann verið borinn lofi
fyrir frábæra aðstöðu til slíks
og er búinn öllum þeim tækjum
sem árangursrík fundahöld
krefjast.“
Breytt landslag í
tónleikahaldi
Finnst þér atvinnulífið vera
komið upp úr hjólförunum?
„Landslagið í tónleikahaldi
á höfuðborgarsvæðinu hefur
breyst töluvert undanfarin
þrjú ár og fjöldinn allur af
við burðum er í boði á hverju
kvöldi. Salurinn hefur alveg
staðið fyrir sínu á þessum árum
en við finnum þó fyrir meiri
eftirspurn tónleika-, funda- og
ráðstefnuhaldara eftir Salnum.
Hvort það sé til marks um að
atvinnulífið sé að taka við sér
veit ég ekki þar sem aðsókn á
menningarviðburði hefur verið
góð almennt og jafnvel meiri en
á góðærisárunum.“
Hvaða nýjungum hefur
fyrirtækið þitt bryddað upp á
síðasta árið?
„Við erum með ýmislegt á
prjónunum sem mun koma
í ljós á komandi mánuðum.
Aðventan verður til að mynda
einstaklega spennandi í ár og
Salurinn að verða vel bók -
að ur fram eftir vetri. Fyrir
tveimur árum byrjuðum við að
bjóða upp á hádegistónleika
í miðri viku sem slegið hafa
í gegn og er skemmst frá því
að segja að aðsóknin hefur
farið stigvaxandi og við erum
bjart sýn á að röðin geti orðið
fastur liður í dagskrá Salarins.
Núna eru spennandi tímar í
menningu í Kópavogi og ég
hvet alla til að fylgjast með til
að missa ekki af neinu.“
„Salurinn er einn
af vaxtarbrodd
um tónlistarlífs
ins í landinu
og hefur átt
verðskuldaðri
velgengni að
fagna.“
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson
salurinn, tónlistarhús kópavogs, er fyrsti sérhannaði tónleikasalur landsins. Hann er hluti
af menningarmiðstöð bæjarins sem stendur á Borgarholtinu við hlið Gerðarsafns.
Nafn: Aino Freyja Järvelä.
Starf: Forstöðumaður Salarins,
tónlistarhúss Kópavogs.
Fæðingarstaður: Oulu, Finnlandi.
Maki: Eiríkur Bergmann Einarsson.
Börn: Sólrún, Einar, Hrafnhildur
og Ægir.
Tómstundir: Kuðungahlustun og
hljóðheimur hafsins.
Sumarfríið 2014: Kína í vor, ein vika
á Spání í júní en annars ferðalög
innanlands.
STEFNAN
Markmið fyrirtækisins:
Markmið Salarins er að auðga
menningarlífið með því að
bjóða upp á vandaða tónleika
við ákjósanlegustu aðstæður.
Auk þess að bjóða upp á
fyrirmyndaraðstöðu til funda- og
ráðstefnuhalds.
Stjórn fyrirtækisins:
Lista- og menningarráð Kópavogs.
Salurinn sækir fram
Aino Freyja Järvelä, forstöðumaður Salarins, tónlistarhúss Kópavogs.
KonuR Í FoRSVARi