Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 148
148 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson
sif Cosmetics er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem var stofnað 2009 og framleiðir
EGFhúðvörurnar. Fyrirtækið þróar og selur hágæðahúðvörur á vísindalegum
grunni með virkni, öryggi og hreinleika að leiðarljósi.
Hágæðahúðvörur
KonuR Í FoRSVARi
Helgu Þóru Eiðsdóttur, forstöðumanni mark -aðs- og sölusviðs Sif
Cosmetics, finnst staða kvenna
innan atvinnulífsins ekki hafa
breyst mikið á síðustu tíu árum:
„Því miður hafa ekki orðið
miklar breytingar. Konur eru
enn með lægri meðallaun en
karlmenn og þurfa að hafa
meira fyrir því að komast í
góðar stöður en þeir. Fleiri
kon ur sitja þó í stjórnum fyrir -
tækja í dag, sem er jákvætt.“
facebook mikilvægur
markaðsmiðill
Hversu mikið notar Sif
Cosmetics samfélagsmiðla
eins og Facebook í
markaðssetningu?
„Við notum Facebook mik ið
til að eiga samskipti við við -
skiptavini okkar og styrkja
tengslin við þá. Mikilvægasti
þátturinn í markaðssetningunni
er einstök virkni varanna okkar
og reynsla notenda af notkun
þeirra. Nýverið nýttum við
FB t.d. til þess að fá konur í
húð mælingar, en slíkar mæl -
ingar og rannsóknir eru mjög
mikilvægar í vöruþróun fyrir -
tækisins.“
mjög hörð samkeppni
Finnur fyrirtæki þitt fyrir auk
inni bjartsýni og eftirspurn
viðskiptavina?
„Samkeppnin á íslenskum
snyrtivörumarkaði er gríðarlega
hörð en EGF-húðdroparTM
tóku markaðinn með trompi
vorið 2010. Þeir eru enn án efa
vinsælasta húðvara íslenskra
kvenna. Vöxturinn hjá okkur
er samt fyrst og fremst í sölu á
BIOEFFECT-húðvörum á
erl endum mörkuðum og þær
fást á yfir sjö hundruð útsölu -
stöðum erlendis.“
Egfaugnablik –
endur nærandi gel
Hvaða nýjungum hefur Sif
Cosmetics bryddað upp á
síðasta árið?
„Það eru helst EGF-Augna -
blik, endurnærandi gel fyrir
augnsvæðið; EGF-dag krem
fyrir þurra húð og EGF-korna -
hreinsir sem djúphreinsar og
endur nýjar yfirborð húðarinnar.
Allar hafa þessar vörur fengið
frá bærar viðtökur.“
Nafn: Helga Þóra Eiðsdóttir.
Starf: Forstöðumaður markaðs-
og sölusviðs Sif Cosmetics.
Fæðingarstaður: Reykjavík.
Maki: Ingvar Örn Guðjónsson.
Börn: Eygló Erla, 25 ára; Hildur
Helga, 21 árs; Kolfinna Katrín,
14 ára.
Tómstundir: Ferðalög, útivera
og matargerð.
Sumarfríið 2014: Vika í Brussel
og ferðast um Ísland.
STEFNAN:
Verða leiðandi og þekkt
á alþjóðamarkaði fyrir
hágæðahúðvörur með einstaka
virkni.
Markmið fyrirtækisins:
Að framleiða og selja
hágæðahúðvörur með einstaka
virkni á sem flestum mörkuðum.
Stjórn fyrirtækisins: Hjörtur
Hjartar, Jón Zimsen, Elín Soffía
Ólafsdóttir, Angus Robert Ridgway
og Guðbjarni Eggertsson.
Helga Þóra Eiðsdóttir, forstöðumaður markaðs- og
sölusviðs Sif Cosmetics.
Frá haustferð fyrirtækisins
í fyrra, Arna Rúnarsdóttir
vísinda maður er í forgrunni.
EGF-húðdropartM, sem tóku
markaðinn með trompi
vorið 2010.
„Þótt við höfum
ekki lagt áherslu á
beina netsölu hér á
Íslandi í markaðs
setningu okkar er
Facebook mikilvægur
miðill því hún er
frábær vettvangur
fyrir konur til að
deila áhugaverðum
reynslusögum.“