Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Síða 28

Frjáls verslun - 01.10.2006, Síða 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 FORSÍÐUGREIN sem höfðu náð hvað mestum árangri í alþjóðavæðingu. Athugunin leiddi í ljós að fyrirtækin höfðu farið mjög hægt á erlenda markaði og það hafði gerst í ákveðnum skrefum. Fyrst höfðu fyrirtækin eingöngu beint sjónum sínum að heima- markaði. Þegar þau höfðu byggt sig upp á markaðnum var byrjað að flytja vörur fyrirtækisins á erlenda markaði í gegnum umboðsaðila. Í þriðja skrefinu settu þau upp eigin söluskrifstofur og að lokum hófu þau framleiðslu á erlendum mörkuðum. Lykilatriðið í þessu var að þetta gerðist hægt og bítandi og fyrirtækin skuldbundu sig smám saman og tóku sífellt stærri skref, en til þess að gera það þurftu stjórnendur þeirra að búa yfir þekkingu á þeim mörkuðum sem þeir störfuðu á. Annað sem einkennir þau fyrirtæki sem alþjóðavæðast samkvæmt kenningunni er að þau byrja á að fara á markaði sem eru nálægir og stjórnendurnir þekkja. Alþjóðleg frá upphafi („Born Global“) Hraði og flækjustig margra fyrirtækja hefur aukist til muna á undanförnum árum sem leiðir til þess að fyrirtæki fara á erlenda markaði fljót- lega eftir stofnun þeirra. Þessi fyrirtæki sleppa mörgum skrefum sem talin eru nauðsynleg sam- kvæmt kenningu Uppsalaháskólans. Það sem einkennir þessi fyrirtæki er að þau eru alþjóðleg frá upphafi. Miklar breytingar hafa orðið á íslenska hag- kerfinu og samskipti og ferðalög eru mun auð- veldari en þekktist á áttunda áratugnum. Þetta hefur leitt til þess að heimamarkaður skiptir mörg fyrirtæki ekki eins miklu máli nú og áður fyrr. Mörg íslensk fyrirtæki eru háð alþjóðlegum mörkuðum og fjár- mögnunarmöguleikar þeirra hafa margfaldast. Auk þess þykir ekki tiltökumál fyrir margt starfsfólk að færa sig, t.d úr banka við Borg- artún yfir á skrifstofu í London. Viðhorf starfsmanna og stjórnenda hafa breyst mikið. Hvað einkennir íslensk fyrirtæki sem hafa verið að alþjóðavæðast á undanförnum árum? Er ferli þeirra í einhverju samræmi við þessar tvær kenningar sem hér voru nefndar? Samantekt og helstu einkenni íslensku fyrirtækjanna Ef alþjóða- væðing íslenskra fyrirtækja er skoðuð kemur glöggt í ljós að kenn- ingin um að alþjóðavæðingin gerist í hægum skrefum á vel við sum þeirra, en ekki nærri öll. Hér má nefna fyrirtæki eins og Plastprent, Hampiðjuna og sjávarútvegsfyrirtækin Icelandic Group og Alfesca. Þau íslensku fyrirtæki sem stofnuð eru í dag eru ekki endilega sett á laggirnar í þeim tilgangi að þjóna íslenskum markaði, heldur fyrst og fremst til að herja á erlenda markaði, líkt og sjávarútvegsfyrirtækin gerðu í upphafi. Segja má um fyrirtæki eins og Actavis að það hafi fylgt kenningum Uppsalaháskólans í byrjun. Uppruna fyrirtækisins má rekja til ársins 1956 þegar Pharmaco var stofnað sem innkaupasamband íslenskra lyfsala. Árið 1960 hóf fyrirtækið að framleiða lyf fyrir heimamarkað en árið 1992 steig það sín fyrstu skref í alþjóðavæðingunni er það hóf að flytja út lyf til Þýskalands. Næstu ár á eftir voru tíðindalítil á erlendum vettvangi, en árið 1999 fór fyrirtækið á fullt skrið sem hefur haldist allar götur síðan. Actavis hefur starfsemi í fleiri löndum en nokkurt annað íslenskt fyr- irtæki. Það hefur stækkað hvað mest miðað við fjölda starfsmanna og í dag er svo komið að um 99% af veltu fyrirtækisins myndast á erlendum vettvangi. Hnattræn hugsun „Born Global“- kenningin á að mörgu leyti vel við um mörg íslensk fyrirtæki. Markaðurinn er mjög lítill og margvís- leg starfsemi gæti ekki þrifist ef stjórnendur fyrirtækjanna einblíndu um of á landamæri. Hnattræna hugsun þarf í þá hnattvæðingu sem nú er í auknum mæli að skila ávöxtun í íslenska hagkerfið. Ef litið er á íslensku fyrirtækin sem hafa skotið rótum á alþjóða- mörkuðum má sjá að þau eiga það sameiginlegt að hafa frá bernsku skilgreint markað sinn langt út fyrir Íslandsstrendur. Þetta eru fyrir- tæki á borð við Össur, Marel, Actavis, Kaupþing og Bakkavör svo einhver séu nefnd. Alþjóðavædd frá upphafi Mörg af íslensku fyr- irtækjunum hafa alþjóðavæðst í samræmi við þessa kenningu og virðast fleiri og fleiri ætla að feta þá slóð. Frá því um 1999 hafa mörg íslensk fyrirtæki alþjóðavæðst hratt. Þau hafa verið með starfsemi á Íslandi en lítinn sem engan útflutn- ing stundað, en eiga í dag mörg hver mjög öflug fyrirtæki erlendis. Dæmi um fyrirtæki gætu verið Avion Group, sem stofnað var 1. janúar 2005, til þess að fjárfesta í fyrirtækjum í flutningastarfsemi. Til marks um það hversu hratt hlut- irnir gerast þá hefur Avion Group breytt um nafn og heitir nú Hf. Eimskipafélag Íslands, nafni sem á sér langa og farsæla sögu í íslensku viðskiptaumhverfi. Annað einkenni þeirra fyrirtækja sem teljast alþjóðavædd frá upp- hafi er það að stór hluti veltu þeirra verður til í öðrum löndum. Sé litið á veltu og hvar hún verður til þá skapa 17 fyrirtæki af þessum 21 meira en helming af veltu sinni erlendis, þar af níu þeirra meira en 90% veltunnar, en einungis fjögur mynda meira en helming veltu sinnar hér á landi. Þriðja og síðasta einkenni „born global“- fyrirtækja er að þau starfa oft og tíðum á mjög sérhæfðum markaðssyllum. Dæmi um fyrirtæki sem falla hér undir eru Marel, Össur og Promens. Þó svo að þessi fyrirtæki hafi ekki fetað sín fyrstu skref fyrr en nokkrum árum eftir stofnun, þá starfa þau öll á mjög sérhæfðum markaðssyllum. Össur hefur fengið viðurkenningu á þessu ári sem Technology pioneer. Þessi fyrirtæki eru leiðandi á sínu sviði í heiminum. Annað dæmi er Actavis, það er nú þegar orðið eitt af fimm stærstu samheitalyfjafyrir- tækjum í heiminum. Sú breyting, sem orðið hefur á alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja, er í hnotskurn sú að þau hafa farið frá mjög hægu ferli yfir í að hlut- irnir gerast mjög hratt. Má segja að þetta sé hin dæmigerða aðferð Ljóst að fjárfestingagleði íslensku fyrirtækjanna er ekki að ljúka, tvöfalt fleiri hafa hug á að fjárfesta á tímabilinu 2006-2007.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.