Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Qupperneq 29

Frjáls verslun - 01.10.2006, Qupperneq 29
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 29 FORSÍÐUGREIN meginþorra þeirra íslensku fyrirtækja sem haslað hafa sér völl í öðrum löndum á síðustu árum. Annað sem á sinn þátt í þessum hröðu breytingum hjá nokkrum íslenskum fyrirtækjum eru breytingar á eignarhaldi, stjórnendateymi, skipulagi og vöruframboði. Mörg þeirra hafa tekið upp nýtt nafn í kjölfarið. Um sum þessara fyrirtækja væri hægt að setja fram nýja kenningu innan alþjóðaviðskiptanna og það er „Reborn global“ eða að fyrirtækin séu að endurfæðast með alþjóðavæðingu að leiðarljósi. Heimamarkaðurinn er ekki aðalatriðið hjá þeim heldur er heim- urinn allur eitt markaðssvæði og þau grípa þau tækifæri sem gefast. Samskip er dæmi um fyrirtæki sem flokka mætti undir þessa nýju kenningu. Samskip var upphaflega stofnað sem Skipadeild SÍS árið 1943. Það fyrirtæki gekk hins vegar í gegnum miklar breytingar í kjölfar eigendaskipta árið 1990. Allt ofangreint, nýir eigendur, ný stefna, nýir stjórnendur og nýtt nafn má finna hjá Samskipum. Ef setja ætti fram myndlíkingu til þess að lýsa þeirri hröðu þróun sem átt hefur sér stað undanfarin 6 ár og til þess að lýsa þeirri hægu þróun sem átti sér stað áður, þá mætti segja að eldfjallakenningin ætti vel við um Ísland. Það er vel við hæfi, þar sem Ísland er þekkt fyrir eldvirkni, að setja fram þessa myndlíkingu um alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja. Sé litið á fjárfestingar íslenskra fyrirtækja þá var virknin harla lítil og vart mælanleg framan af tuttugustu öldinni. Einstaka sinnum komu skjálftar en varla að nokkur tæki eftir þeim nema þeir sem hlut áttu að máli. Smám saman fóru skjálftarnir að verða sýnilegri og þættir í umhverfinu urðu þess valdandi að gosið hófst árið 1999. Þetta var lítið í upphafi en smám saman jókst það og ekki sér fyrir endann á því ennþá. Hraunið sem gosið hefur leitt af sér hefur breytt landslaginu svo um munar og þannig að eftir hefur verið tekið bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Þrennt sem einkennir alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja Það er einkum þrennt sem einkennir alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja. Það er sem á ensku nefnist „3 s“ (á íslensku „uhs“); Umfang (scope); Hraði (speed) og Sérhæfni (specificity). Umfang íslensku fyrirtækjanna hefur verið tals- vert. Íslensku fyrirtækin virðast hafa fylgt fjárfest- ingarstefnu sem hefur gert þeim kleift að stækka umtalsvert með einstaka fjárfestingum. Fyrirtækin hafa ekki verið að fjárfesta í óþekktum eða illa reknum fyrirtækjum heldur hafa þau fjárfest í þekktum, vel reknum fyrirtækjum með breiðan og tryggan hóp viðskiptavina. Sú spurning, sem hefur vaknað og undirrituð vinnur að rannsóknum á, er hvort sú stefna hafi verið meðvituð og fyrirfram ákveðin eða hvort hún hafi verið sjálfsprottin. Annað sem einkennir íslensku fyrirtækin er hraði, en hann er mjög mikilvægur í erlendum fjár- festingum og hafa íslenskir fyrirtækjastjórnendur sýnt það að tíminn er mikilvægur og ekki er eftir neinu að bíða þegar fyrirtækjakaup eru annars vegar. Hvað varðar tíma þá er það líka þannig að þær beinu erlendu fjárfestingar sem íslensk fyrirtæki hafa stundað hafa allar gerst á tiltölulega skömmum tíma, eða á sl. 6 árum eða svo. Séu íslensku fyrirtækin skoðuð kemur í ljós stutt stjórnunar- spönn og hröð ákvarðanataka. Þetta er mjög mikilvægt því íslensku fyrirtækin búa yfir snerpu sem mörg erlend fyrirtæki skortir. Þriðja og síðasta atriðið er sérhæfing. Svo virðist sem íslensku fyrirtækin hafi fylgt stefnu sem gerir þeim kleift að verða leiðandi á sínu sviði í heiminum. Mörg íslensku fyrirtækjanna starfa á mjög sérhæfðum markaðssyllum sem hefur gert þeim kleift að verða fremst í sínum flokki. Eru fjárfestingar Íslendinga erlendis að renna sitt skeið? Það er ekkert sem bendir til þess að Íslendingar séu að hægja á umsvifum sínum í öðrum löndum. Þó svo að hér hafi aðeins verið fjallað um þau fyrirtæki sem mynda grunninn í þeim rannsóknum sem ég hef verið að sinna, þá er það ljóst að mörg lítil íslensk fyrirtæki eru að stíga sín fyrstu skref á erlendum mörkuðum um þessar mundir. Stjórnendur þeirra hefðu væntanlega ekki látið sér detta í hug fyrir örfáum árum að þeir ættu eftir að eiga og reka fyrirtæki í öðrum löndum. Því er kannski við hæfi að vitna aftur í svör framkvæmda- stjóranna fimm hundruð, þar sem rúmlega tvöfalt fleiri en áður hafa hug á að fjárfesta erlendis á allra næstu misserum. Þetta er í fullu samræmi við þá þróun sem hefur átt sér stað og því óhætt að fullyrða að hér er ekkert óeðlilegt á ferðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.