Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 24
14 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR geta, að þessir hringdansar voru áður mjög tíðkaðir hjá oss og eigi aðeins hafðir til að skemmta gestum, heldur voru oftar viðhafðir af heimilisfólkinu til skemmtunar, og svo voru eyjarskeggjar hneigð- ir fyrir þá, að á sumum árstíðum kom sums staðar saman á vökum helgra manna, er svo voru kallaðar, mikill fjöldi karla og kvenna úr hverri sýslu og dansaði þannig heilar nætur, og hafði annað veifið aðra leika og hlægileg sjónarspil og létu öllum illum látum sem óðir væru. Því að hvað á að kalla það annað, þar sem það er víst, að á þess háttar samkomum voru hafðar í frammi margar ldægilegar, blautlegar og léttúðugar athafnir og fyrst og fremst mansöngskvæði, sem hættuleg freisting er i? Því að sjálf kvæðin eru gerð af mikilli list og kunnandi og smjúga því auðveldlega í eyru og huga, einkum þegar við þau bætist þýður söngur. Því að' svo sem þau veita meiri skemmtun hafa þau og meiri áhrif, hræra og knýja, ganga einhvern veginn gegnum merg og bein og tendra einhverja loga í brjósti manns og brenna sárt þá, sem veikari eru fyrir og að eðlisfari hneigjast fremur til óleyfilegs munaðar. Þess vegna eru þessi léttúðugu kvæði á vora tungu kölluð ,,Brunakvæði“ og er það heiti vissulega ekki illa til fundið.“ Ofangreind lýsing er, að því er ég bezt veit, sú merkasta lýsing á íslenzkum miðaldaskemmtunum, sem til er. „En um aðrar skemmtanir bænda,“ skrifar Sigurður, „þá veit ég ekki hverjar þær eru, nema að allur búskapurinn, og fyrst og fremst sauðfjárræktin, veitir ekki alllítinn unað þessum mönnum, sem allt af eru önnum kafnir við þessi viðfangsefni. Þess vegna tala þeir oftast um þau, dást helzt að þeim, halda þeim á lofti, unna þeim, og, ef ég get rétt til, þá dreymir þá um þau.“-----Heldri menn skemmta sér með virðulegum heimboðum hver til annars. Telur Sigurður slíkar veizlur ekki vítaverðar, „ef þeir hefðu nokkru meira hóf og mát á almennum samdrykkjum sínum en hingað til hefur verið hjá sumum, sem ef til vill kusu að teljast öðrum fremri að rausn og eigi aðeins báru heiðvirða gesti ofurliði með rokna bik- urum, heldur og höfðu gaman af að ginna þá, með því að blanda og sulla meinlega og óvænt saman víni, miði og öli, einkum ef ein- hverjir voru þolnir við drykk, þangað til hvorki fótur né hönd eða jafnvel tunga gerðu skyldu sína. En þessum og þvílíkum landssiðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.