Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Síða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Síða 28
18 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ið, til að rannsaka hvernig væri að innan sú gjá, sem er í toppi þess og athuga, hvort þar leyndist eldur í djúpinu, en þessir menn voru orðnir örmagna af þreytu, áður en þeir höfðu komizt miðja vegu upp fjallið, bæði vegna eðju og eldorpins sands, sem ldóðst um fætur þeirra og vegna þess, að hér og þar urðu á vegi þeirra björg og ókleifir klettar, sem gerðu þeim fjallgönguna stórum þreyt- andi og torvelda. Það mun hafa flýtt fyrir því, að þeir sneru við, að þeir voru slegnir nokkrum ótta, því þeir töldu, að á leið þeirra gæti leynzt gjótur og hellar, sem þeir gætu ekki nægilega varað sig á sakir ösku og sands er þekti yfirborð fjallsins, og ef einhver anaði þar áfram án þess að sjá fótum sínum forráð og hrapaði niður í þær gjótur myndi hann gleyptur verða af hinni gapandi jörð, sem er umbreytt og til ösku brennd af fornum eldi, og týna svo lífi sínu. Vissulega hef ég heyrt, að maður nokkur hér úr nágrenninu hafi klifið þetta fjall og þar eð hann var harðfengur og hugrakkur hafi hann sloppið úr þeirri svaðilför óskaddur á líkama, en engu að síður hafi hann orðið svo óttasleginn, að hann hafi komið heim til sín nær vitstola og eigi lifað lengi eftir það. En hvar finnst nokk- ur einasti maður, sem sannprófað hefur, að eldur Heklu nærist að- eins af lífvana hlutum. Víst er um það, að sá góði heimspekingur hefur aldrei kennt, að brennisteinsjörð eða jörð blandin olíu og öðrum feitiefnum sé lífvana.“ Það er margt athyglisvert um þennan kafla hjá Sigurði Stefáns- syni. í fyrsta lagi bendir liann til þess, að á siðaskiptaöldinni hafi enn lifað með íslenzkri alþýðu eitthvað af því, sem höfundur Kon- ungsskuggsjár þrem öldum áður kallaði þá mannsins náttúru, „að forvitnast og sjá þá hluti, er honum eru sagðir, og vita hvort svo er, sem honum er sagt eða eigi.“ Slík forvitni er grundvöllur allra náttúruvísinda, en úti í Evrópu átti hún ekki upp á pallborðið á þeim tímum, sem hér er um að ræða. Þá bendir og frásögn Sigurð- ar til þess, að Eggert og Bjarni séu ekki þeir fyrstu, sem gengið hafi á Heklu. Sá ónafngreindi Sunnlendingur, sem meir en tveim öldum áður gekk á það fjall og týndi fyrir viti sínu, vann því meira þrekvirki en Bjarni og Eggert sem hann eflaust var miklu hræddari við fjallið en þeir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.