Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 37
TVEIR KAFLAR ÚR ÓPRENTAÐRI BÓK 27 ilmennskuæðis, sem vill leggja allan heiminn undir „Hobrow“, er stökkið ekki langt. Maðurinn frá „Hobrow“ heldur áfram að tala sína mállýzku, hvar sem hann kemur í heiminum. Sem skransali í kjallara í Kaupmanna- höfn, sem frumbyggi í Kanada heldur hann dauðahaldi í hið eina mannsæmandi tungumál, sína útkjálkamállýzku. Hann útilokar sig frá því að verða lifandi meðlimur í hinu mikla samfélagi, mann- kyninu, heimskast æ meir og verður smærri en allt, sem hann lítur niður á. Þessi drottnunarhyggja útkjálkamannsins var furðu rótgróin með hinum þýzku kunningjum mínum, sem að öðru leyti voru frjáls- lyndir. Oft sat ég í ró og næði og spjallaði við þá um almenn efni, en þegar minnst varði fannst mér ég rekast á múr, — á „Hobrow“. Ég man til dæmis eftir einu atviki við sérborð sósíaldemókratafor- ingjanna hjá Josty í Berlín mörgum árum fyrir fyrri heimsstyrjöld. Það var verið að skrafa um almenn vandamál mannanna, en allt í einu slöngvaði Edvard Bernstein fram þeirri staðhæfingu, að smá- ríki eins og Norðurlönd ættu engan tilverurétt. Við því svari mínu, að Noregur ætti um þessar mundir betri bókmenntir en þýzka ríkið, þó að það væri mörgum sinnum stærra, sagði hann: „Svei, bók- menntir!11 Hann fyrirleit í rauninni ekki andlegt líf, en var farinn að tileinka sér sjónarmið heimsvaldastefnunnar og komst í kreppu milli hinna örðugu staðreynda, sem heimsvaldasinnarnir, þessir út- kjálkamenn, sem þeir í rauninni eru, þora ekki að horfast í augu við. Er hann hafði hugsað sig nokkuð um, tók hann að telja fram hin þýzku skáld. Hann varð þá að viða að sér bæði frá Austurríki og Sviss, svo að hópurinn gæti orðið sæmilega álitlegur. Bæði Gott- fried Keller, Konrad Ferdinand Meyer og Wassermann urðu að koma hinum þýzku skáldsagnahöfundum til hjálpar . . . Jæja, þeir rituðu á þýzku, og alls staðar þar, sem þýzkt mál er talað, þar er Þýzkaland! Hið hættulega er einmitt þetta, að maðurinn frá Hobrow dregur með sér útkjálkann sinn, hvar sem hann fer, og notar hann sem mælikvarða, fyrirmynd allra hluta! Ekkert annað er nýtilegt, mað- urinn frá Hobrow á að frelsa heiminn. Þess vegna leggur hann aldrei niður mállýzku sína, í henni speglast svo fagurlega það, sem önnur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.