Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 24
Tímarit Máls og menningar í ábyrgö fyrir veruleik þess sem ger- ist á sviðinu; ef ekki, standa orðin í ábyrgð fyrir aungu, og leikritið er útí bláinn. Onnur tálsnara sem bíður leikrita- skálds er sú þegar hann lætur eftir á- stríðu sinni til að prédika móral yfir almenníngi í leikhúsinu. Hversvegna? Vegna þess að siðgæði er sennilega sá einn varníngur sem hver skósmið- ur og innanbúðarstúlka í salnum hef- ur feingið eins vel útilátinn og leik- höfundurinn, ef ekki betur. Oft þegar fer að líða á kvöldið og margir eru orðnir syfjaðir og farið að lánga í háttinn, þá liggja sum leikskáld á því lúalagi að vinda sér uppá sviðið skrýddir gervi einhvers leikarans og taka nú til í drynjandi bassa guðs, líkt og þegar verið er að hræða krakka með bola, að gefa út af sér gamla rórillið um nauðsyn hvern- dagslegrar meðalhegðunar í bæarfé- laginu. Stundum er þvílíkur gángur í þeim að það er einsog þeir þættust hafa fundið þetta upp sjálfir og væru búnir að gleyma að nákvæmlega þessi skamtur meðalhegðunar er snar þátt- ur mannlegrar sambúðar, og ef svo hefði ekki verið mundi bæarfélagið vera hrunið fyrir laimgu og ekki einu- sinni til leikhús. Skáldið gleymir líka að ef hann hefði fundið upp einhverja frábrugðna siðferðisreglu, annað- hvort fyrir ofan eða neðan þetta vana- lega meðallag hér í bænum, þá mundu rétthugsandi menn í leikhúsinu vera farnir að ræskja sig og gott ef skit- inhæla væri ekki byrjuð að skyrpa á leikarana. Margur minnist með hryll- íngi hinnar óþolandi siðgæðisþvælu nær lokum Péturs Gauts sem fer lángt með að ónýta þetta ágæta skáldverk á leiksviði. Eða tökum dæmi af nú- tímahöfundi einsog Ionesco sem í Nashyrníng sínum sætir færi um það bil leikurinn er á enda og lætur eina höfuðpersónuna stíga útúr hlutverki sínu til þess að gefa út af sér formúlu sem á að bæta heiminn. Auðvitað er Ionesco ekki meiri siðferðishetja en ég og þú og aðrir vanalegir menn sem fá að gánga lausir, þó hann sé kanski miklu frumlegra leikritaskáld en við báðir til samans. Sköllótti maðurinn með gleraugun og hátíðasvipinn og túperaða stúlkan sem er máluð eins- og vikustaðið lík í framan, — hvað er líklegra en þau hafi hvort um sig stuðlað eins mikið og Ionesco, eða meira, að því að gera heiminn betri? Skóladæmi þess, hvernig góður rit- höfundur getur farið með sig á því að prédika hverndagslega borgaralega meðalhegðun einsog einhverja him- indýrð, er sá mórall sem Goethe gerir að miðþýngdarstað sögunnar um Faust: karlmaður sefur hjá kven- manni og vinnur sér þarmeð til þeirr- ar refsíngar af guði að fara til helvít- is. Þegar maður þessi, Faust, er nær dauða, þá kemur uppúr dúmum að reyndar hafði hann beitt sér fyrir því að skurðir yrðu settir í saltmýrar til 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.