Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 81
Nokkur orS um tímataliS
asti dagur vikunnar, sem hét eftir
Saturnusi hjá Rómverjum, hélt því
nafni hjá Engilsöxum en fékk annars
laugardagsnafnið á Norðurlöndum,
en Sonnabend á þýzku.
Eftir að kristnin kom til sögunnar
óx helgi sunnudagsins, og heitir sá
dagur t. d. Kristsdagur eða Krists-
burðardagur á rússnesku1, en hér á
landi fékk hann heitið „Drottinsdag-
ur“ (sbr. lat. dies dominica). En
Kristur er talinn fæddur á sunnudegi.
Daganöfnin eru því:
íslenzk: Dönsk/Norsk: Ensk:
Sunnudagur Söndag Sunday
Mánadagur Mandag Monday
Týsdagur Tirsdag Tuesday
Óðinsdagur Onsdag Wednesday
Þórsdagur Torsdag Thursday
Frjádagur Fredag Friday
Laugardagur Lö(ve)rdag Saturday
Nöfnin í fyrsta dálki hélt ég að
væru hin réttu fornu daganöfn á okk-
ar máli, en svo rakst ég á grein um ís-
lenzka tímatalið eftir Guðm. Björns-
son landlækni (Skírnir 1915) og seg-
ir hann þar að hin fornu nöfn séu:
Sunnudagur, Drottinsdagur
Annar dagur (viku), mánadagur
Þriðji dagur (viku)
Miðvikudagur
Fimmti dagur (viku)
Frjádagur
Laugardagur, Þváttdagur.
Guðm. Björnsson segir: „Þessi
1 Það er eftirtektarvert að í slavneskum
málum eru „tölunöfn" á vikudögum líkt og
hér, en þar er talið frá „sunnudegi", þ. e.
fyrsti = mánudagur, annar = þriðjudagur,
fjórði = fimmtudagur o. s. frv.
fornu nöfn ganga ljósum logum í ís-
lenzkum fornritum (þótt guðanafns-
dagar komi fyrir í konungasögum og
fleiri útlendum sögum, koma þau
ekki fyrir í hinum eiginlegu íslend-
ingasögum). G. B. segir enn: „Nú er
það ætlan mín að eftir kristnitöku
hafi íslenzkir menn tekið upp á því,
sumir hverjir, að kalla þriðja dag
Týsdag, miðvikudag Óðinsdag og
fimmta dag Þórsdag að dæmi annarra
þjóða á Norðurlöndum, en þá hafi
okkar góði biskup Jón Ögmundsson
tekið í taumana og bannað þá tilgerð
og menn svo látið af því nýjabrumi.“
Nöfnin drottinsdagur f. sunnudag og
þváttdagur f. laugardag hafa liklega
ekki verið alþýðumál og föstudags-
heitið er áreiðanlega frá klerkastétt-
inni komið, en frj ádagsheitið hélzt
langalengi eftir daga Jóns biskups og
kemur t. d. oftsinnis fyrir í Sturlungu.
íslenzka árið var upphaflega 364
dagar eða jafnt 52 vikum. Árið skipt-
ist í tvö missiri. Vetrarmissirið var
180 dagar eða 6 mánuðir, hver 30
nátta. Sumarmissirið var 184 dagar
og féllu 4 aukadagarnir á þriðja sum-
armánuðinn, hinir mánuðurnir höfðu
30 daga. Sumarið byrjaði á fimmtu-
degi en vetrarkoma var á laugardegi
(síðar þó á föstudegi).
Ekki kann ég að segja hve gamall
þessi reikningur var, en í Landnáma-
bók Ara fróða segir um atburð sem
gerðist á Alþingi nokkuð fyrir 960
(sumir segja að það hafi verið árið
71