Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 92
Tímarit Máls og menningar teflt meistaralega fram gegn þögn Steph- ans; jafnvel hreyfingar Klettafjallaskálds- ins verða andstæðu þessari til styrktar, hvernig hann rís úr sæti, réttir fram hönd- ina og lítur að lokum orðlaus um öxl. Má það á allan hátt kallast undursamlegur bók- menntaviðburður að fá slíka lýsingu af skilnaði skáldanna frá ungum manni við- stöddum, sem síðar átti eftir að verða þjóð- skáld eins og hinir. Skemmtilegt hefði verið að kynnast betur skoðunum Davíðs á list sinni og ljóðum en gert verður af lestri þessara þátta. En skáld- ið kemst svo að orði, að yfirleitt sé sér „allt annað en ljúft að ræða um skáldskap (sinn). Um hann tala ég við guð og sam- vizkuna." (Bls. 52). Davíð Stefánsson er í engum vafa um félagslegar skyldur skálda: „Allir, sem verðskulda að nefnast skáld, unna þjóð sinni, vilja frelsi hennar og ann- arra, en hata ofríki og kúgun. Þess vegna hlýtur það að vera eðli skáldsins að vilja göfga og bæta, fegra og friða.“ (BIs. 51). Um það munu allir íslendingar vera sam- mála, að Davíð hefur ekki einungis unnað þjóð sinni af alhug, heldur einnig hlítt þeim kröfum, sem hann gerir til skálda um jákvæð áhrif þeirra. Svipuð afstaða til lista er kunn úr ýmsum löndum heims, og ég fæ ekki séð, að við hana sé margt að athuga, þótt margir heimti algeran aðskilnað lista og þjóðlífs. Dómar Davíðs Stefánssonar um rímlaus ljóð eru heldur harðir, og þó eru þeir sprottnir af sömu rótum og kenningar hans um skyldur skáldsins við þjóðfélagið. Á- deilugreinina „Bréf til uppskafnings" fæ ég ekki skilið til hlítar, og hefði hún vafalaust notið sín betur, ef bréfið hefði verið stílað til ákveðins manns. Hvert er þetta skáld, sem Davíð Stefánsson sveigir að í pistli þessum? Ég átta mig ekki á því, að lýsingin hér á eftir eigi við nokkurt núlifandi skáld á íslandi: „Það er auðsætt af ritum þínum, að þú metur að engu lögmál tungunnar, samhljóm hennar og hrynjandi, að ógleyrad- um lesmerkjum og upphafsstöfum, sem þér þykja um of við aldur, og því ósæmandi skáldi á tuttugustu öld. Forna heiðríkju í hugsun og orðum forðast þú eins og heitan eld, en leitast við að myrkva orð þín, senni- lega til þess að hinar andlegu perlur, sem þú hyggur sjálflýsandi, verði enn gleggri og eftirminnilegri ... Mörgum virðist svo sem þú hafir með öllu gleymt þjóð þinni og landi, jafnvel guði sjálfum. Allt er þetta orðið of gamalt, ósamboðið ungu skáldi. Það veit allt öðrum betur, hefur ekkert að nema af þjóðinni, ekkert af meisturum hennar, lífs né liðnum.“ (Bls. 186—7). Nú hefur láðst að geta þess, hvenær grein þessi var samin, og svo er um ýmsar aðrar grein- ar í bókinni. En ádeilan hlýtur að missa marks, þegar hvorki er vitað um tilefni hennar, hvenær hún var rituð eða hverjum hún var samin. Utkoma slíks greinasafns hefði þótt sæta tíðindum fyrir nokkrum árum eða áratug- um, og væntanlega verður bókin umhugs- unarefni mörgum lesendum. Bókin er í heild sinni þörf hugvekja, því að þjóðin og þó einkum ráðamenn hennar, þurfa á slík- um eggjunarorðum að halda. Um einstakar hugmyndir höfundar verða skiptar skoðan- ir, enda er hann hvergi smeykur í máli og skirrist ekki við að halda fram kenningum sínum af sannfæringu, þótt hann viti, að þær kunni að koma við kaunin á öðrum. Viðhorf hans eru ekki einungis íslenzk, heldur sérstaklega eyfirzk. Þau bera það glögglega með sér, við hve mikið víðsýni skáldið ólst upp. Og þótt hann hafi öðlazt mikla sýn um mannheima síðan hann smíð- aði sér skip á bæjarlækinn í Fagraskógi, þá tekur hann mið af þeim kennileitum, sem eru honum kunn frá fomu fari: Kaldbaki og Sólarfjöllum. Hermann Pálsson. 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.