Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 103
vedisk trúarbrögð verður t. a. m. ekki ritað nú á tímum án þess að kenninga franska málfræðingsins Georges Dumézirs sé að einhverju getið.1 En fomeskja þýð. er að vísu auðskýrð Hann hefur sótt efnið í bæði þýðingu sína og skýringar að langmestu leyti í Vediska lestrarbók Macdonell’s (d. 1930): A Vedic Reader for Students, by A. A. MacdoneU (fyrst prentuð í Oxford 1917; hér vitnað í endurprentaða útgáfu, Madras 1954), sem víða er notuð við kennslu í háskólum þó hún sé að ýmsu leyti úrelt og verði a. m. k. ekki notuð nema önnur gögn séu við hönd- ina. Hymnamir eru allir teknir úr lestrar- bók Macdonell’s; skýringakaflarnir em lít- ið annað en stytt þýðing eða endursögn á skýringaköflum Macdonell’s, og þýðingam- ar era víða ekki nema þýðingar á þýðing- um Macdonell’s; jafnvel enska Macdonell’s gægist ekki óvíða fram undan íslenzku þýð. Það er því mjög vítavert að þessi megin- heimild er ekki nefnd einu orði í bókinni. Ýmsar villur em í inngangi og skýring- um, og stafa víst flestar af bókaleysi þýð. Zend Avesta (bls. 14, 69) er nú fyrir löngu horfið úr notkun enda rangnefni; Avesta em helgirit Parsa og málið á þeim oftast kallað avestiska; Zend em skýringa- rit síðari tíma. — RV er varla elzta rit á indóevrópskum málum (bls. 14); á hettít- isku em til eldri textar og e. t. v. á mýk- enskri grísku; en þetta vissu menn að vísu ekki fyrir aldamót. — Fulldjúpt þykir mér í tekið árinni á bls. 11 að Veda-bókmenntir séu ekki minni að vöxtum en fombókmennt- ir Grikkja. — Aramíska á bls. 10 er lík- lega pennaglöp fyrir armenska; arameiska er semítiskt mál. — íslenzka orðið skyr 1 Mitra-Varuna, París 1940; Naissance d’Archanges, París 1945; Le troisiéme Sou- verain, essai sur le dieu indo-iranien Arya- man ..., París 1949; Les Dieux des Indo- européens, París 1952; o. fl. Umsagnir um bœkur mun eiga nauðalítið skylt við indverska orðið ksira (bls. 22). Fleira mætti raunar tína til. Þýðingin er víða ónákvæm, og er ekki um það að sakast og stafar a. m. k. sumpart af tilraunum þýð. til að koma á hana íslenzku- legu orðalagi; það hefur nú að vísu einatt tekizt heldur bögulega. Annars staðar er þýðingin röng án þess það eigi sér neina stoð hjá Macdonell, og sums staðar svo ruglingsleg að úr verður tóm vitleysa. Dæmi á bls. 58: „Sem faðir og móðir eru þau [Himinn og Jörð] víðfeðm og voldug, og þau veita veram öllum ævarandi vernd.“ f RV stendur hér: „Sem faðir og móðir, víð- feðm, mikil og enginn þeim fremrií?), vernda þau (allar) verur.“ — Bls. 66: „Þú, sem frá guðunum kemur og þjáningar sef- ar ...“ í RV stendur: „Þú græðir þau sár sem guðirnir valda.“ — Bls. 87: „... og lát þú [regnguðinn] hæðir og dali fá jafnt.“ í RV stendur: „... jafna þú hæðir og dali“. — Á bls. 56 hefur eitthvað brenglazt í hand- riti eða prentun: „Eg mundi vilja til hans bústaðar hverfa [Macd.: „I would attain"], þar, sem þeir em í ætt við hinn skreflanga. Þar, sem þeir gleðjast, er guðina elska, því að þeir em í ætt við hinn skreflanga. Hið æðsta fótspor Vishnu er uppspretta hun- angs.“ í RV stendur h. u. b. svo: „Ég óska mér til hans unaðsheima þar sem guðsvinir gleðjast; því þar er ætt hins víðskrefa, hun- angslind í efsta spori Visnús.” — Ekki skil ég ef. eyksins á bls. 110: „Megir þú, Indu, sem nýtur vináttu Indra, eins og gæfur hest- ur eyksins, velmegunar njóta." í RV stend- ur hér orðið dhura og það er vagnkjálkinn sem hesturinn er bundinn við. — Akteinar á bls. 47 er sízt auðráðnari gáta: „... Sa- vitri hefur stigið í sinn perluskrýdda vagn, marglitan og voldugan með gullnum aktein- um ...“ Skv. orðabók Blöndal er akteinn = „Skinne“; í RV er notað hér orðið samya og það er nagli, líkast til í aktygjum. 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.