Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Qupperneq 114

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Qupperneq 114
Tímarit Máls og menningar sem menn höfðu talið hofrústir á Hofstöð- um við Mývatn, væri sennilega fremur rúst- ir eftir skála, e. t. v. veizluskála, þar sem blótveizlur voru haldnar. Það er því óleyfi- legt, að birta myndina á bls. 27 undir titlin- um „Norse Temple“, þ. e. íslenzk hof. Grjótleysi Islendinga. Á miðöldum reistu Norðmenn og Crænlendingar stórhýsi úr steini, en íslendingar ekki. Til skýringar á þessu fyrirbrigði hefur þeirri kenningu ver- ið slegið fram, að það hafi ekki verið til neitt grjót hæft til bygginga á íslandi (bls. 30). Þessi kenning hefur við of veik rök að styðjast. Það er t. d. mjög sæmilegt grjót til bygginga í nágrenni biskupssetursins á Hól- um. Um 1320 var hafin þar smíði stein- kirkju, en þá sat norskur biskup á staðnum. Verkið virðist fremur hafa strandað á dauða biskups en grjótleysi. ísland er samkomustaður hafstrauma og lægða á Norður-Atlantshafi. Hér var víða mjög góður reki fram eftir öldum. Margt bendir til þess, að forfeður okkar hafi not- að timbur í ríkara mæli til bygginga á mið- öldum en menn hafa ætlað til skamms tíma; hof, aðalkirkjur og búðir á alþingi hafa sennilega verið timburhús. Byggingaefnið hefur verið rekaviður, en timbur sóttu menn til Noregs, þegar þeim lá mikið á. Grænlendingar reistu ekki steinhús eins og Hvalseyjarfjarðarkirkju af því að þeir stæðu íslendingum framar að verkmenn- ingu, heldur urðu þeir að nota grjót sökum timburleysis. Sögumar sýna, að þeir sóttu timbur til Ameríku, en varla hefur kveðið mikið að þeim flutningum. Húsagerð og myndlist. Ég hef orðið svo margorður um þetta efni, af því að timbur- skortur er talinn örlagavaldur í íslenzkri menningarsögu. Á bls. 31 segir G. J. m. a., að myndlist hafi ekki náð að þróast hér á landi af efnisskorti og ekki hafi verið um neina byggingarlist að ræða. Listhneigð þjóðarinnar leitaði útrásar í orðum. MyndskurSur. Á fslandi hafa engin hús varðveitzt frá miðöldum, nema ef vera kynni skáli á Keldum á Rangárvöllum. Vot- viðri og stomiar valda því, að timbursmíð stendur þar ekki öldum saman. Það er þess vegna ekki hægt að benda á nein húsagerð- arafrek okkar frá því tímabili, en þar með er ekki sagt, að engin hafi verið unnin. Nýj- ustu rannsóknir sýna, að dómkirkjumar á biskupssetmnum voru allmikil hús, um 60 m löng, og víða á höfðingjasetrum hafa timburkirkjur staðið, sennilega reistar í norskum stafkirknastíl. Af tilviljun hefur ein kirkjuhurð varðveitzt frá miðöldum, og þykir hún dýrgripur. Sennilega hefur hús- ið, sem hún lokaði, verið gert af allmiklum hagleik. f íslenzkum miðaldabókmenntum er bæði getið um oddhaga menn og konur og málara. Einnig eru til brot af teiknibók- um handverksmanna, og telja listfræðingar myndir þeirra góð listaverk. Til er brot af 10. aldar kvæði ortu út af myndskurði á skála íslenzks höfðingja (Húsdrápa), og skjaldardrápur, kvæði um myndskreytta skildi, eru með elztu greinum íslenzkra bók- mennta. Myndlist er eldri á íslandi en skráðar bókmenntir, og þess ber að gæta, að alþýðleg tréskurðarlist stendur þar með talsverðum blóma allt fram á 19. öld. Bók- menntir eru það ágætasta, sem við eigum frá miðöldum, en þær eru undir áhrifum myndlistar (visual), ef svo mætti að orði kveða. Þegar íslenzkir miðaldahöfundar sitja við skrifpúlt sín, þá hafa hetju- og helgisagnamyndir stundum skartað á veggj- um skrifstofunnar. Barátta um listaverk leiðir íslendinga meira að segja til land- náms á Grænlandi og landafunda í Vestur- heimi. Eiríkur rauði léði nágranna sínum á Skógarströnd setstokka, en sá varð tregur til að skila dýrgripunum. Svo kom, að þeir börðust um stokkana, og varð myndlistar- unnandinn Eiríkur Þorvaldsson flæmdur úr landi og fór að leita Gunnbjarnarskerja. 104
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.