Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Page 14
Tímarit Máls og menningar
Söngur um blakkar dúfur
Bar, um lársal brumi sleginn,
blakkar dúfur tvær í veg.
Ein var sólin,
önnur máninn.
Grönnur smáar, sagði ég,
svarið! hvar er gröfin mín?
I stéli mínu, mælti sól,
máni kvað: í mínum barka. —
Einn ég var á göngu með
alla jörð í fangi mér.
Erni mjallar bar í veg,
erni tvo, og ungmey nakta.
Hvor var hinn
og mærin engin.
Ernir smáu, sagði ég,
svarið! hvar er gröfin mín?
I stéli mínu, mælti sól,
máni kvað: í mínum barka. —
Bar, um lársal brumi sleginn,
berar dúfur tvær í veg.
Hvor var hin,
og báðar engin.
Um Ijóðin
Af skáldum Spánar er Federico García Lorca sá, sem íslendingar hafa veitt hvað mesta
athygli í seinni tíð og margir vita nokkur deili á. Þess vegna hef ég, við birtingu þessara
fáu ljóðaþýðinga, látið kyrrt liggja að rekja æviferil hans.1 Mér fannst um tvo kosti að
velja: rita langt mál, sem mundi hafa íþyngt fáeinum ljóðum, eða láta það ógert, og
höfða þar með til hinnar almennu vitneskju og áhuga þeirra, sem láta sig erlendar
bókmenntir nokkru skipta og eiga aðgang að ritum, þar sem fjallað er um skáldið. Þó
1 Sbr. Einar Bragi: „Um García Lorca, líf hans og starf" í Tímariti Máls og menningar
1954 og Arturo Barea: „Lorca, skáldið og þjóð hans“ í Tímariti Máls og menningar 1959.
220