Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Page 28
Kristinn E. Andrésson: Hetjusaga frá átjándu öld íslendingar eiga eitt verk frá 18. öld sem lýsir ef til vill dýpra inn í hug- skot þeirra en flest önnur. Það er frá þeim tíma þegar landsmenn komust í mesta raun og gerist á þeim slóðum þar sem fólkið varð harðast úti. Verk þetta er ekki auðvelt að skilgreina. Það gerir ekki kröfu til að vera neitt bókmenntalegt afrek, vafasamt að höfundur hafi leitt mikið hugann að frásagnarhætti þess, stíl eða búningi. Hann er blátt áfram að segja frá ævi sinni, því sem á daga hans hefur drifið, grípur í þessa frásögn öðru hvoru á elliárum sínum og ætlar hana börnum sínum og afkomendum þeirra, svo að varðveitist með þeim hið sanna og rétta um líferni hans og breytni. Höfundi er ekki sama um orðstír sinn. Hann vill að í minni afkomenda sinna lifi réttar hugmynd- ir um hver hann var. En hann er jafnframt sjálfum sér vitandi um að ævi hans hefur lærdóm að veita, og hann meiri en lítinn. Hann er sann- færður um að hann sé lifandi dæmi um ákveðna handleiðslu og allt sem fram við hann hafi komið frá bernsku og fram á elliár sé ákveðin þolraun. Það er verið að fullreyna hann, verið að sverfa hann til stáls og skíra hann í eldsins glóð. Það er síður en svo að höfundur sé að gorta af sjálfum sér, heldur tekur hann mörg dæmi af veikleika sínum og freistingum sem hann féll fyrir. En þó er ekki til sú mannleg raun sem hann ekki komst í og sigr- ast á. íslendingar eiga margar forn- sögur þar sem afrek hetjunnar eru ýkt úr hófi fram. Það verk sem hér um ræðir á ekkert skylt við slíkar hetjusögur, svo fjarri lygisögunni sem hugsazt getur, og einmitt þess- vegna í einfaldleik sínum svo marg- falt áhrifameira að ekki kemst að neinn samanburður. Höfundur þess- arar bókar er einnig að öllu lífsvið- horfi og rithætti kominn langa vegu frá hinum fornu íslendingasögum, fjarri þeirri heiðríkju er þá var og gefur sér óskoraða hlutdeild í frá- sögninni, en þó er hér sannarlega ís- lendingasaga og hetjusaga sem engri gefur eftir. Hetjuraun þessa höfund- ar er að taka á sig þjáningar með- bræðra sinna, þrengingu heillar ald- ar, standa við hlið almúgans og halda 234
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.