Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Page 30
Tímarit Máls og menningar ili foreldra Jóns, og sótti ekkjan nú ráð til hans. Hafði komið til orða að leysa upp dánarbúið og skipta börnunum niður. „Varð það af, að búið skyldi ófargað standa næsta ár, og við vera hjá henni“. Árið eftir fluttust þau að Yztugrund neðan við Frostastaði en þar bjó Þorgrímur Þorgrímsson lögréttumaður. Næsti bær er Hjaltastaðir, en þar bjó síra Björn Skúlason er átti móðurafa- systur Jóns, Halldóru Stefánsdóttur, „eitt hið mesta kvenval“. „Átti nú móðir mín mikið bágt, eins og marg- ir aðrir, um þau ár. Þó stillti hún svo til, að aldrei skyldi hún smjör- laus verða, þó annað undan gengi. Varð eg nú feginn að þiggja máltíð annars staðar ... Gerði eg mér það tíðum til erindis að Hjaltastöðum að láta hlýða mér yfir, en kona prests og afasystir mín vissi máske annað, sem undir bjó, og lét mig aldrei ósaddan frá sér fara; framar gat hún ekki. Kom mér nú fyrst í hug, að gæfi guð mér einhvem tíma þau efni, að gæti eg gefið matlyst- ugum manni næring, skyldi eg minn- ast þessa“. Árið 1744 komst hann í Hólaskóla fyrir tilstuðlan Ludvigs Harboe og Jóns Þorkelssonar, fyrrum rektors í Skálholti, sem lögðu fram fé í með- gjöf með honum þegar Skúli Magn- ússon þá skólahaldari neitaði að taka hann að öðrum kosti, og var Jón í Hólaskóla sex ár eða til 1750. Eftir skólavistina á Hólum var í ráði að hann sigldi til Kaupmanna- hafnar til frekara náms og ætlaði Jón Þorkelsson og fleiri að taka á móti honum, og Skúli Magnússon studdi þessa fyrirætlun. En þá sner- ist á annan veg, honum bauðst að gerast djákni hjá Jóni Vigfússyni á Reynistað og þótti ekki rétt að hafna því boði og „sýndist mér vísast það í hendi var“. „Þénaði eg þar djákna- embætti í þrjú ár, 1751, 1752 og 1753. Kunni einn stúdent aldrei að fá betra tækifæri til að iðka sig í lærdómum en í því embætti, ásamt að græða ýmsa hluti, ef hann var vinnusamur með“. Jón Vigfússon andaðist snögglega 1752 og tók Jón að sér húið eitt ár eftir og kvæntist ekkjunni, Þórunni Hannesdóttur, 1753. Fluttust þau að Frostastöðum og voru þar með hú sitt frá fardögum 1754 til fardaga 1756 „þá eg fór þaðan alfarið aust- ur“. Hér lýkur því sögu Jóns Stein- grímssonar í Skagafirði, en hvers vegna tók hann sig upp úr átthögum sínum? Ástæðurnar eru fleiri en ein. Það liggja þegar þræðir frá ætt Jóns suð- ur á land. Hann er þar síður en svo ókunnugur, hefur farið þangað nokkrar ferðir. Strax 17 ára, skóla- piltur á Hólum, er hann sendur til síra Sigurðar Jónssonar í Holti und- ir Eyjafjöllum, föðurhróður síns, og hafði móðir hans beðið Sigurð að 236
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.