Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Síða 40
Tímarit Máls og menningar hrærÖist í öðrum heimi. í augum hans voru stj órnarherrar einfaldlega yfirvöld, hvort sem hann tók við heiðurslaunum úr hendi þeirra eða hann fann með hverri taug hjartans að þau beittu hann órétti, eins og þegar hann var látinn biðjast opin- berlega fyrirgefningar á að hafa tekið úr sjóði stiftamtmanns handa sóknarbörnum sínum fé, sem þeim hvort eð er var ætlað, og hann vissi fyrir guði og samvizku sinni að með því var hann að bjarga mannslífum, að hlíta æðstu lögum. Honum kom ekki til hugar að óhlýðnast yfirvöld- um sínum, en hann var eigi að síður höfðingjadjarfur og kom ekki fram af neinni auðmýkt, sá vel mannlega bresti biskupa sinna og gekk á fund stiftamtmanna af sama hjartans hreinleik sem væru þeir sóknarbörn hans, og hann gat hlegið upp í opið geðið á þeim og slett á þá latínu, ef þeir ætluðu að gera sig bera að því að setja lög sín ofar guðs og manna lögum. Hann segir frá því er hann lenti í kasti við Levetzow, þann er síðar tróð mestar illsakir við Skúla Magnússon: „Hann tekur mér með mesta ofsa og æði, rífur í hárið á sér, snýr fingurnar, lemur sig utan, orgar og hljóðar segjandi: „Þú hef- ur gert eitt óforskammað verk, sem þú kannt aldrei að forsvara, að þú hefur tekið stiftamtmanns forsigling etc.“ Eg svara: „Allt forsvarast nema crimen læsæ majestatis“. Hann hvá- er eftir því, hvar af eg sá lærdóm hans. Svo segi eg meðal annars: „Þó eg kunni ei forsvara það fyrir mönn- um, veit eg þó, að eg kann það fyrir guði og samvizkunni“. Hann svarar: „Guð og samvizkan dugar þér ekk- ert“, og þar með hló eg upp úr og sagði: „Eg læt mér það nægja engu að síður“. Þar eftir varð hann allur vægari og talaði vingjarnlega við mig“. Síra Jón Steingrímsson og landstjórnin voru af ólíkum heimi og ævi hans hlýddi öðrum lögmál- um. En hver voru þau lögmál? Var hann eingöngu bundinn þröngum sjónarmiðum með pottlok fyrir him- in og ekkert hlutverk í sögu lands og þjóðar? Eða hvað vakti fyrir hon- um? Hversvegna fór hann að skrifa þetta verk sitt? Menn skulu ekki halda að Ævi- saga Jóns Steingrímssonar fylgi frek- ar lögmálum rökvísinnar en sagn- fræðinnar. Kostur hennar er að geta brotið hvorttveggja af sér. Víst má færa rök að því, eins og drepið er á í upphafi og síra Jón tekur reyndar fram sjálfur, að hann hafi skrifað bókina handa börnum sínum og af- komendum svo að minning hans megi varðveitast hrein af röngum á- burði samtíðarmanna. Það er aug- ljóst að hann hefur tekið sér mjög nærri aðdróttanir um að hann væri á einhvern hátt viðriðinn dauða Jóns Vigfússonar klausturhaldara á Reyni- 246
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.