Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Page 42
Tímarit Máls og menningar þar verzlegir voru vanir að tjalda. Er þar þá öllum tjöldum svift, en bú- ið að setja búðir með grasveggjum, — rétt í þeim stöðum og þær voru síðar byggðar. — Voru þær tjaldað- ar með hvítu, en þó hrís upp á hverri. Á bakkanum fyrir vestan ána sér hann 3 menn að ganga um gólf í litklæðum. Sá 4. er að skrifa, en hef- ur undafífil í hattinum. Hann spyr manninn er með honum gekk, hverir þessir væru. Hann sagði: „Það eru sendimenn að ráðslaga um landið“. Þar hann nú stóð á nesi fyrir vestan ána, sér hann koma stóra búð, — hana byggði Thodal síðar — þar gengur hann inn. Hún var byggð sem hinar. Sér hann, hún er full af fólki í öðrum endanum. Það leggur hendur í kross og upphefur þær, horfandi upp í gegnum hrísið, mæl- andi þetta vers: Vertu oss líknsamur, góði guð, já, guð, vertu oss líknsamligur, hópur þinn er í hæstri nauð, haldinn forsmánarligur. Drambsamir menn og dreissug þjóð dára oss, því er lund vor hljóð. Send þú oss, herra, sigur. Hann spurði manninn, hvað þetta fólk væri. Hann svaraði: „Landsins fólk í ánauð“. Hann þóttist einsam- all vera í öðrum enda búðarinnar, er hann sá og heyrði hér upp á. Svo hvarf honum allt“ . .. Þennan draum skulum við hafa í baksýn þegar við förum nú að skyggnast dýpra í verkið. Það væri að standa utangátta við ævisögu síra Jóns Steingrímssonar að líta aðeins á neyð og þjáningu en horfa fram hjá trúnni sem er aflvaki hennar og sj á ekki gullið er þar lýsir. Átjánda öldin er á íslandi sann- kölluð rétttrúnaðaröld. Lúterskan er alráð við hlið einveldisins og stend- ur þó guð mönnum ólíkt nær en kóngurinn. Kjarni lúterskunnar er einmitt sá að maðurinn frelsast ekki fyrir breytni sína heldur trú og traust á guð og fyrir styrk bænarinnar, eins og innifelst í þessu versi: Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúið og þjáð, lykill er hún að drottins náð. Ótal sálmar, hugvekjur og postill- ur vitna um rétttrúnaðinn. Menn eiga allt undir náð guðs og krafti bænarinnar. Það er því eins eðlilegt og verið getur að finna hugmynda- heim rétttrúnaöarins í ævisögu Jóns Steingrímssonar, og sannarlega er hann ívaf hennar eigi síður en sultur og neyð. Það eru engar vöflur á honum að greina sundur rétt og rangt. Markalínurnar eru ljósar og algerar. Mönnum hefnist fyrir allt, stórt og smátt, sem þeir gera illt, hljóta umbun fyrir hvaðeina sem þeir gera gott og rétt. Guð er honum frá 248
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.