Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Qupperneq 54
Tímarit Máls og menningar
mikið til koma að ganga á stígvélaskóm og kallaði þá töltur. Einhverntíma
kom hann að efra hænum á Reynivöllum á rauðum strigaskóm og kallaði
þá líka töltur. Bað hann húsbóndann, Þorstein Arason, að skipta við sig
á þeim og einum skæðum. Þorsteinn gaf honum skæði og sagði, að hann
skyldi halda „töltunum”.
Eitt með öðru var einkennilegt í fari Björns. Það var ástríða hans í
hnífakaup. Máski hefur hún verið vakin af löngun til að komast yfir góðan
hníf, en hann ekki haft efni á að kaupa slíkan dýrgrip úr búð. Það var
einhverju sinni í sambandi við hnífakaupin, að honum varð þetta að orði:
„Ég er soddan kaupleysingi.“ Hjartnæm játning á fátæktinni.
Það lá í eðli Björns að kunna vel að meta kvenlega fegurð og hoffmann-
lega hæversku. Þess vegna fannst honum ekki allt samboðið sér af því tag-
inu. Aldrei var hann við kvenmann orðaður utan konu sinnar.
En það bar eitt sinn til, að Björn tók sér ferð úr Borgarhöfn austur að
Smyrlabjörgum, næst austasta bæ í Suðursveit. Almannaleið liggur út fyrir
svo nefnt Borgarhafnarfjall, sem skagar all-langt fram milli bæjanna. En
það má stytta sér veginn með því að fara þvert yfir fjallið. Það heitir að
fara fjall. Björn fór fjall í þetta sinn. í fylgd með honum var kona, Snjó-
laug að nafni, Jónsdóttir. Hún var ekkja og bjó í Borgarhöfn. Hún var
ljósmóðir í Suðursveit, merkiskona, skynsöm, frábær að dugnaði og gædd
miklu lífsfjöri.
Spaugararnir munu hafa haft í gamanmálum við Björn göngu þeirra Snjó-
laugar yfir fjallið. En Björn gerði sig undirfurðulegan, tók hvorki af né á,
en gaf í skyn mjög hógværlega, og þó ekkert, sem hægt var að hafa eftir.
Loks var farið að ganga á hann, hvernig þetta hefði nú eiginlega verið.
Þá svarar Björn: „Það var nú svoleiðis, að þegar við komum í Vörpin, þá
fór hún að tala utan að því við mig.“ Þá var hann spurður, hvort hann
héldi, að henni hafi verið alvara með það. „Ekki bað hún mig nú beinlínis
um það. Ekki sagði hún það nú beint. En hún sagði sem svo: „Engin synd
væri það nú, þó að hold snerti hold“. Ógn bauð mér við eigninni.“
Björn fékkst mikið við skinnfatasaum. Hann brýndi líka skæri. Hann
gekk um sveitina fyrir hverja vertíð og saumaði skinnklæði á bæjum, þar
sem þess þurfti við. Bar hann þá alltaf á sér leggjatangir og heinarbrýni.
Leggjatangirnar voru gerðar úr tveimur afturfótaleggjum úr sauðkind. Gat
var borað gegnum leggina ofan við leggjahöfuð, leggirnir lagðir saman og
götin látin standast á. Gegnum þau var dreginn þvengur og strengdur fram
yfir leggjahöfuðin og leggirnir þannig reyrðir saman á höfðaendunum. En
260