Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Page 59
Gamli-Björn þá vorum við komnir vestur á móts við Stemmukróka, já alveg á móts við Stemmukróka, jú rétt beint undan Stemmu. Þá var nú farið að hugsa til heimferðar, þeir, sem nokkuð gátu hugsað, því að margir voru þá orðnir mikið kenndir, já ógnmikið kenndir, og stíf- ur tveggjatímaróður austur í Bjarnahraunssand. Og mikið var nú búið að verzla, jú mikið af kartöflum, brauði og rauðvíni. Og allt var upp selt, sem fyrir var hjá okkur og allir vettlingar, og við orðnir vettlingalausir. Já, svo var nú það. Jú, það var nú svo. Jú, svo var nú farið að damla heim á leið. En heldur gekk það nú skrykkj- ótt. Þeir voru háðir aftur í, Jóhann gamli og Lárus, því að báðir vildu þeir hafa formennskuna. Jú, og Lárus eignin var að yrkja flimt um Jóhann, út af því að hann var búinn að fá niðurgang af dugguvíninu. Ég var bitamað- ur. Jú, svo var það. Jú, og Lárus var að yrkja. Nú var haldið í áttina. En stefnan var ekki alltaf bein. Ég sat á bitanum og horfði niður fyrir mig, jú niður í kjölinn. Svo verður mér litið einu sinni upp. Þá sé ég, að þá vantar báða í skutinn, Jóhann og Lárus, jú alveg horfnir. Ég segi þá við hina: „Þeir eru horfnir úr skutnum, hann Jóhann og hann Lárus“. Þá förum við nú að horfa í kjölfarið og sjáum þá, hvar Jóhann gamli flýtur nokkuð langt frá, en Lárus sjáum við hvergi nokkurs staðar, aldeilis hvergi nokkurs staðar. En svoleiðis var, að Jóhann var í skinnbrók, jú í fullum skinnklæðum, skinn- brók og skinnstakki, frá því um morguninn, þegar hann ýtti. Jú, svo var það. Jú, og vel bundið um mittið, svo að hvergi komst vatn inn á milli. Og þess vegna flaut hann eins og korkur, jú alveg eins og korkur, stóð upp á end- ann í sjónum, jú alveg upp á endann, var upp úr niður fyrir axlir. Jú, ég fer nú að segja þeim að hafa aftur á, jú aftur á, jú, en það gekk stirt, því að heldur vildi nú verða skrykkjót áralagið. Loksins komustum við nú samt til Jóhanns, jú, og ég næ nú þarna rétt í lubbuna á honum, já rétt í lubbuna báðum höndum. Jú, en það er sama, Lárus sjáum við hvergi nokk- urs staðar. Nú fer ég að toga gamla Jóhann inn. En það gekk illa, já illa, því að maðurinn var þungur og sver, eins og þú þekkir. Loksins höfum við hann upp. Jú, svo var það. En þegar löppin kemur inn á gamla Jóhanni, þá hangir Lárus þar neðan í. Jú, þar hékk eignin. Og því skildum við ekkert í, að hann skyldi ekki vera dauður, já steindauður, já steindauður fyrir löngu. Jú, svo var það.“ „Var nú ekki farið að mýkjast í þeim skapið eftir þvottinn?" „O-nei, o sei-sei-nei. Það var vont í þeim, já vont. Jú, Jóhann fór að skamma Lárus og fer að gefa honum utan undir sitt undir hvort, já sitt undir 265
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.