Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Side 100
Tímarit Máls og menningar „Reynið ekki að skilja þetta fólk, það er öðruvísi en við“. Og víst er það rétt að Kínverjar haga sér ekki eins og við, enda er sá heimur sem þeir byggja gerólíkur okkar. Þjóðfélag þeirra á ekkert sam- eiginlegt með „neyzluþjóðfélögun- um“ og er jafnvel mjög ólíkt þeim þjóðfélögum í Austur-Evrópu, sem kölluð eru „sósíalistísk þjóðfélög“. Vissar hugmyndir að baki kenning- um Maos eru sóttar í kínverska menn- ingarhefð sem jafnan hefur hneigzt mjög til umvöndunar; aðrar spretta af þeim jafnræðisviðhorfum sem eru kommúnistahreyfingu Kína eiginleg. Samtvinnun þessara tveggja þátta hefur mótað samvirkt þjóðfélag þar sem hugmyndafræðin er mikilvæg undirstaða. Allt hefur þetta haft djúpstæð á- hrif á Kínverja og valdið því að þjóð- félag þeirra er engu öðru líkt, heldur lýtur það sínum eigin vaxtarlögmál- um, stjórnmálabaráttan innan þess fylgir sínum sérstöku reglum; það byggir á vefengingu á gildismati allra annarra þjóðfélagskerfa. Sú ögrun verður ekki virt að vettugi, að henni standa 700 miljónir manna, fjórð- ungur mannkyns. Það er engin lausn að segja að „þeirra ástæður“ séu ekki okkar og það væru tálvonir að halda að tálmanir í vegi gagnkvæms skiln- ings muni eyðast með tímanum. Kína morgundagsins mun ekki leita athvarfs hjá þeirri miklu þjóðafjöl- skyldu sem tekur mið af „gildismati vesturlanda“. Kína mun þvert á móti því betur treysta sitt eigið gildiskerfi, því lengur sem menningarbyltingin varir. Þeir sem reyna ekki að skilja Kína í dag, munu skilja það jafnvel enn síður á morgun. Þetta er ekki eina ástæðan til þess að við ættum að hrista af okkur andvaraleysið og hafna hinum létt- vægu skýringum æsifréttablaðanna. Það er ekki hægt að fjalla um at- burðina í Kína án samhengis við það alþj óðaástand sem þeir gerast í. Bandaríkin hafa árum saman farið með báli og brandi um Víetnam, eitt hinna litlu nágrannalanda Kína. Þegar ég var í Washington í vor sem leið viðurkenndu bandarískir emb- ættismenn það fyrir mér sallaróleg- ir, að sérhvert skref stigmögnunar stríðsins í Víetnam yki „hættuna á allsherjar átökum“ við Kína. Sumir fóru að vísu ekki dult með kvíða sinn, en aðrir létu í ljós von um að þessi nýja krossferð gæti orðið til þess að kommúnisminn í Asíu hyrfi úr sögunni í eitt skipti fyrir öll. Allir viðurkenndu að ef úr styrj- öld yrði við Kína, myndi „öflugustu vopnum“ verða beitt. Þar eð við vit- um hver þessi vopn eru, er okkur ó- hætt að fullyrða að yfir engri þjóð hefur vofað eins geigvænleg hætta og sú sem ógnar Kínverjum um þess- ar mundir. Mér er nær að halda að vissir bandarískir sérfræðingar hafi 306
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.