Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Síða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Síða 106
Tímarit Máls og menningar var einmitt um það leyti þegar aðrir kommúnistaflokkar við völd voru farnir að sætta sig við nauðsyn þess að skjóta á frest uppbyggingu fyrir- myndarþjóðfélagsins, fól í sér illa dulda ögrun við Sovétríkin. En hún virðist ekki hafa mætt neinni mót- spyrnu í forystusveitinni í Kina. Við vitum svo til ekkert um þær umræð- ur sem urðu innan kínverska flokks- ins á þessum tíma, en þótt undarlegt megi virðast veita hinar sérkennilegu athafnir menningarbyltingarinnar nú okkur óbeina staðfestingu á því að þá hafi engrar andstöðu orðið vart. Þannig er mál með vexti að kínversk blöð taka nú til endurtúlkunar gaml- ar ræður og ritsmíðar leiðtoga sem eru í ónáð, eins og Líú Sjao-sji, í því skyni að sanna sekt þeirra. Þetta kann að minna óþyrmilega á aðferð- ir Stalíns, en Kínverjar haga sér að því leyti öðruvísi en sovézkir ríkis- saksóknarar áður fyrr að svo virðist sem þeir falsi ekki sönnunargögn. Textarnir sem þeir „endurtúlka“ voru samdir af hinum sakfelldu leiðtogum, en að vísu í allt öðru samhengi. Það er öldungis víst, að hefði Líú Sjao-sji eða einhver annar þeirra sem síðar voru úthrópaðir „endur- skoðunarsinnar“ látið í ljós andstöðu við „meginstefnu" Maos árið 1958, þá hefði sá málflutningur hans í dag þakið alla veggi í Kína sem loka- sönnun fyrir svikum hans. Fyrst ekk- ert slíkt hefur átt sér stað, er það vegna þess að í skjalasöfnum flokks- ins hafa hvergi fundizt nein ummæli af því tagi. Líú Sjao-sji hefur einnig tvívegis mætt á fundum með rauðum varðliðum úr hópi stúdenta til að flytja þeim sjálfsgagnrýni sína, og enda þótt ræður hans á þeim fundum hafi aldrei verið birtar, skýrðu blöð frá því að hann „hefði verið svo ósvífinn að halda því fram að hann hefði aldrei ráðizt á alþýðukommún- urnar, ekki einu sinni ,á erfiðu árun- um þremur‘.“3 En það var áreiðanlega árið 1958 sem alger tímamót urðu í sögu komm- únismans í Kína. Að tíu árum liðn- um er auðveldara að sjá að „Mao- villan“ í heimi kommúnismans hófst með „stóra stökkinu fram á við“. Þá var einnig sáð fyrstu sáðkornunum sem menningarbyltingin spratt upp af. Kínverjar halda því fram að „meg- instefnan“ frá árinu 1958 hafi mót- azt vegna þrýstings frá allri alþýðu manna og þó sérílagi frá þeim hóp- um sem þeir nefna „fátækt bænda- fólk og lægri raðir miðlungsbænda“. Þeir útskýra ekki hvernig þessi al- þýða gat komið óskum sínum á fram- færi svo að flokkurinn tæki þær til greina, en Mao og fylgismenn hans virðast hafa trúað því af einlægni að yfirgnæfandi meirihluti „fátækra Kínverja“ þráði skjóta breytingu á lífsháttum sínum. Því fór víðsfjarri að þeir héldu að þeir væru að neyða 312
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.