Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Qupperneq 113

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Qupperneq 113
ingunni að þeir bjuggu til þá skýr- ingu að Krústjof hefði tekizt að sölsa til sín völdin í Sovétríkjunum vegna þess að flokkurinn fæli æðstu leiðtogum sínum of mikil völd og leyfði þeim að neyða flokksmenn til að framkvæma hvaða stefnu sem þeir veldu. En árið 1962 var enn ekki far- ið að tala um þá dauðans hættu sem kínversku byltingunni stafaði af „Krústj of Kína“, heldur var þá helzta áhyggjuefnið hvernig ástatt var í undirstöðum flokksins. Leiðtogar kínverska kommúnista- flokksins vissu mætavel að fylgis- mönnum þeirra hafði fjölgað óskap- lega: úr 1.200.000 við lok stríðsins gegn Japönum í 17 miljónir 1957 og sennilega í 20 miljónir 1962. Meiri- hluti liðsmanna hafði því gengið í flokkinn þegar það bauð ekki lengur heim neinum hættum heldur hafði marga góða kosti í för með sér að vera kommúnisti. Þeir höfðu því ærna ástæðu til að efast um einlægni og mannkosti þessara nýju fylgis- manna og tvínónuðu ekki við að fullyrða í ályktun miðstj órnarfund- arins 1962 að „vissum þjóðníðing- um hefði tekizt að smjúga inn í stj órnarnefndir kommúna, hreppa, héraða, sýslna og jafnvel í fylkis- stjórnir og landsstjórnina sjálfa“. En það er sannfæring kínverskra kommúnista að engu verði til leiðar komið í þjóðfélagi þeirra nema því aðeins að flokksmenn þeirra séu til Menningarbyltingin kínverska fyrirmyndar imi óeigingjarnt fram- ferði. Það er eins og Mao hefur sagt, að sannur kommúnisti er alltaf sá sem axlar þyngstu byrðarnar, á ekki til eigingirni í fari sínu og helgar allt líf sitt þjónustu við fólkið. Það var vegna þess að hann kunni á því tökin að búa til flokk sem var þrung- inn þessum anda, að honum hafði tekizt að skera upp herör meðal sveitaalþýðunnar og vekja hana af aldalöngum svefni. Það hafði orðið honum staðfesting þess að frum- kvöðlar kínverskrar siðmenningar hefðu haft á réttu að standa þegar þeir héldu því fram að „maðurinn væri fæddur góður“ og hægt væri að kenna honum dyggðugt líferni, en þó aðeins með því skilyrði að þeir sem betur mættu sín væru honum lifandi fyrirmyndir um þessar dyggð- ir. En fyrir Mao var Alþýðulýðveldið Kína ekki takmark í sjálfu sér; það var aðeins upphaf „langrar göngu“ til sósíalismans og hann gerði enn meiri kröfur en nokkru sinni fyrr til siðgæðis flokksfélaga. Umfram allt taldi hann að sér- kenni hins kommúnistíska úrvalsliðs ætti að vera að kommúnistar teldu sig ekki yfir neina hafna. Þeir ættu að sýna það dag hvern að þeim yrði ekki spillt, að þeir sæktust ekki eft- ir neinum ávinningum sem vald þeirra gæti fært þeim. Hin „sósíal- istíska uppfræðsluhreyfing“ gerði á- kaflega strangar kröfur til þeirra liðs- 319
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.