Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Page 135

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Page 135
llaraldur Jóhannsson Staða gulls í alþjóðaf jármálakerfinu \ i. Gullforðinn og peningamagnið í fyrri heimsstyrjöldinni hurfu all- flest styrjaldarlöndin af gullfæti og tóku meira að segja gullmynt úr um- ferð. En nokkrum árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar stigu flest þeirra aftur á gullfót. Seðlar voru þó ekki innleystir í gullmynt. í stað þess voru bankaseðlar, umfram nokkra lágmarksupphæð, innleystir í gullstöngum. í umferð kom ekki aft- ur gullmyntin sem áður hafði verið eitt megineinkenni, og sögulegur undanfari, þeirra peningakerfa, sem á gullfætinum hvíldu. Eftir að gull- mynt var tekin úr umferð í Banda- ríkjunum 1933, voru gullpeningar ekki lengur gjaldmiðill manna á milli í neinu mikils háttar viðskipta- landi. Eftir endurreisn gullfótarins á þriðja áratugi aldarinnar varð gull- forði landa aftur undirstaða seðla- útgáfu þeirra samkvæmt tilgreindum, en oft breytilegum reglum. En í mörgum þeirra landa, sem í orði kveðnu hurfu aftur á gullfót, varð gjaldeyrisforði undirstaða seðlaút- gáfu þeirra jafnframt gullforðanum. Lönd þessi voru sögð standa á gull- skiptafæti. Tengslin milli peninga- magns landa og gullforða þeirra, einkum þó þeirra, sem á gullskipta- fæti stóðu, voru þannig ekki í jafn föstum skorðum og þau höfðu verið fyrir fyrri heimsstyrj öldina. Gullfóturinn féll í heimskreppunni, sem hófst 1929. Rofnuðu þá tengslin milli forða gulls og erlends gjaldeyr- is annars vegar og peningamagnsins hins vegar í allflestum löndum. í ýmsum löndum, meðal þeirra Bret- landi og Kanada, varð peningamagn- ið í umferð alveg óháð forða þeirra af gulli og erlendum gjaldeyri. Og í Bretlandi hefur seðlaútgáfa síðan 1939 hvílt á lagaákvæðum einum saman. í um þrjátíu löndum aftur á móti er seðlabönkum áskilið í lögum að hafa forða gulls og erlends gjald- eyris að bakhjalli gegnt seðlaútgáfu sinni og í sumum þeirra meira að segja gegnt innstæðuskuldbinding- um.1 í ýmsum löndum í Evrópu, til dæmis í Austurríki, Belgíu, Ítalíu, 1 Miroslav A. Kriz, Gold in World Monetary Afjairs Today, Princeton, 1959, bls. 15. 341
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.