Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Side 15
Minnisblöð um leynifundi
Fundur með ríkisstjóm og þrem nefndarmönnum
úr hverjum flokki og forseta Islands 8. okt. 19451
Ól. Thors2 lagði málið fyrir.
1) Bollaleggingar um málið fram og aftur, talaði m. a. um, ef til kæmi,
að gengið yrði til samninga, hverju við gætum þá náð í leiðinni, að hvaða
verzlunarsamningum Islendingar gætu komizt.
2) Vildi fá fram álit um það, hvort það, að ljá máls á samningum, þyrfti
að fela í sér moralska skuldbindingu. Hallaðist að því að svo væri ekki.
3) Taldi rétt og eðlilegt að skýra sendiherrum Norðurlanda frá málinu
í trúnaði.
4) Taldi nauðsynlegt að kynna sér afstöðu Breta sérstaklega og einnig
Rússa, þar sem m. a. væri ekki útilokað, að þeir hefðu, annaðhvort eða
bæði ríkin, samþykkt það spor, sem Bandaríkin stigu.
5) Talaði um, hvort rétta leiðin til að kynna sér álit Breta og Rússa
væri ekki sú að spyrjast fyrir hjá sendiherra Bandaríkjanna og hallaðist
sjálfur að þeirri skoðun.
Stefán Jóh. Stefánsson:
Lagði áherzlu á, að sendiherrum Norðurlanda yrði skýrt frá málinu, og
lagði megináherzlu á, að komist yrði eftir afstöðu Breta og þá með því
að „tala við toppinn“, þ. e. utanríkisráðherra Breta (eða forsætisráðherra)
og jafnvel senda trúnaðarmann ríkisstjórnarinnar á hans fund.
Hermann Jónasson
Sagði, að náttúrlega óskuðu allir eftir því, að hér væri aldrei neinn er-
lendur her í landinu.
Taldi höfuðskilyrði að fá að vita, hvað á bak við lægi3 málaleitan
Bandaríkjanna, hvaða nauðsyn væri til þess fyrir þau að halda herstöðvum
hér. Benti í því sambandi á fyrri samninga, neitunina til handa Þjóðverj-
um, samþykkið handa Bandaríkjunum, því að þá hefðu Islendingar vitað,
hver nauðsyn var fyrir hendi. Við gætum ekki tekið upp umræðu um þetta
mál, fyrr en við vissum, hvað á bak við lægi.
Haraldur Guðmundsson
Lét þá skoðun í Ijós, að ef léð væri máls á samningum, þá fælist í því
viss ádráttur eða skuldbinding, og lagði áherzlu á, að ef slíkt væri gert, yrði
það að vera með skýrum fyrirvara.
5