Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 20
Tímarit Máls og menningar
Er Brynjólfur Bjamason talaði gegn því, að fyrirspurnin yrði gerð skrif-
lega, tók hann skýrt fram, að hann vildi6 bera hana skriflega fram eða
ekki.
Stefán Jóh. mælti frekar með7 till. Ol. Thórs en ítrekaði þó fyrri8 uppá-
stungu sína um að tala við Breta, en hélt henni ekki nærri eins fast fram
nú.
Athyglisverðast: 1) Ahugi Olafs Thors að vilja fá að vita nákvæmar
um kröfur Bandaríkjanna. Ekki ósennilegt, að hann vilji fá þær mildaðar,
svo að þær líti aðgengilegar út, fá t. d. leigutímann styttan, og annað
mýkra form á kröfurnar. 2) Akveðnari tónn en áður hjá framsóknarmönn-
um (Herm. og Eysteini) og ekki sízt Haraldi Guðmundssyni. Þeir töldust
ekkert spor vilja stíga, sem ánetjaði til samningagerðar. Þeir virmst ekki
vilja vera eins sannfærðir og Ol. Thors um afstöðu Breta. Og nýtt frá
síðasta fundi var það, að Hermann lagði nú áherzlu á, að Norðurlönd
væru spurð, en gegn því talaði Eysteinn á fyrri fundi. Framsóknarmenn
vildu líka greinilega hafa vaðið fyrir neðan sig, að geta klekkt á 01. Thors
(eða ríkisstj.) fyrir að stíga spor, sem yrði talið leiða til samningagerðar
eða hægt væri að túlka á þá leið.
Fundur 22. okt.
Ól. Thors skýrði frá, að til þess hefði ekki þurft að koma, að hann af-
henti sendiherra Bandaríkjanna nokkra nótu, því að þegar hann hringdi
hann upp, hafi hann tilkynnt sér, að hann væri með orðsendingu frá
Bandaríkjastjórn. Ol. las upp þá orðsendingu, og er aðalinnihald hennar,
að 1) Islendingar verði að segja já eða nei við1 orðsendingunni frá 1. okt.,
hvort þeir vilji ganga til samninga um leigu herstöðva, og 2) ef svo sé,
þá takist upp umræður um þá samninga, hvort sem þær leiði til jákvæðrar
eða neikvæðrar niðurstöðu. Ol. kvaðst aðeins leggja þessa orðsendingu
fram nú, en gefa flokkunum tíma til næsta dags að hugleiða hana og mundi
þá daginn eftir verða fundur í nefndinni.
Fundur 23. okt.
Fundarefni: till., sem Ol. Thors lagði fram, þess efnis, að nú skyldi talað
beint við Breta, gegnum sendiherra þeirra hér. Eysteinn Jónsson og nokkrir
fleiri (Asgeir Asgeirsson) vildu heldur, að sendiherra Islands í London yrði
látinn spyrja ensku stjórnina. Nokkrar umræður urðu um orðalag fyrir-
spurnarinnar. Flestir vildu, að hún yrði sem víðtækust, á þá leið, hver af-
10