Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Qupperneq 24
Tímarit Máls og menningar
kom með skriflegt svar þess efnis, að þeir skildu ekki till. Ólafs, og gætu
þess vegna hvorki sagt já né nei við henni. Fyrir hönd Sósíalista gaf Brynj-
ólfur Bjarnason það svar, að við settum okkur ekki á móti því, að nótan
verði send, með þeim skilningi, sem fælist í yfirlýsingu Alþýðuflokksins,
en óskuðum hins vegar eftir hreinni neitun og óskuðum því eftir, að síð-
asta málsgrein till. væri felld burt (þar sem vikið er að viðræðum við stjórn
Bandaríkjanna um skipan hinna alþjóðlegu öryggismála). Var þá gengið
á Framsóknarfl. að gefa ákveðið svar, en hann varðist allra sagna, bar því
við, að till. Ólafs væri loðin og óskiljanleg, það sæist ekki, hvort fælist í
henni já eða nei við orðsendingu Bandaríkjanna, enda sýndi það sig, að
stjórnarfl. þyrftu að gefa skýringar við till. og reyndar hver á sinn hátt.
Spurðust þeir fyrir um skilning Sjálfstæðisfl. Lenti í allmiklu þvargi um
skilning á till. Ólafur Thors hélt því mest fram, að í svarinu fælist skýr
neitun á long term samningi, en hins vegar gæti svarið falið í sér, að um-
ræður yrðu teknar upp við stjórn Bandaríkjanna, og fulltrúar Framsóknar-
fl. hefðu marglýst því yfir, að þeir vildu ekki svara algeru neii, heldur
teldu sjálfsagt, að umræður við stjórn Bandaríkjanna yrðu teknar upp.
Framsóknarmenn (Eysteinn Jónsson og Hermann Jónasson) neimðu því
ekki, en þóttust vilja, að svarið væri skýlaust en ekki út í hött. Ól. taldi
svarið ekki út í hött, hér væri skýrt tekið fram, um hvað við vildum ræða,
og skýr neitun við long term samningi. En á þá að ræða um short term
samning, var spurt af Hermanni Jónassyni. Ólafur vildi ekki gefa svar við
því, en tók margsinnis fram, að það yrði ekki rætt um long term. Kristinn
Andrésson taldi auðskilið, að í svarinu fælist, að það ætti alls ekki að ræða
við Bandaríkin um neinar herstöðvar fyrir þá hér á landi. Við þetta framí-
skot hitnaði í fundinum, en þó sérstaklega eftir, að framsóknarfulltrúarnir
voru gengnir af fundi. Ól. Thors ásakaði Kristin Andrésson fyrir þá skýr-
ingu, sem hann hafði gefið. Með þessu móti hefði Framsókn verið sýnt,
að stjórnarfl. legðu hver sinn skilning í till. hans. Bjarni Benediktsson taldi
réttast að slíta stjórnarsamvinnunni, og stjórnin væri með framkomu sinni
að eyðileggja málið, og samstarfsfl. Sjálfstæðisflokksins létu stjórnarand-
stöðuna sjá, að þeir vantreystu forystu utanríkisráðherra. Haraldur Guð-
mundsson og Brynjólfur Bjarnason reyndu að milda ágreininginn. Varð
samkomulag um það, að stjórnarflokkarnir gæfu sameiginlega yfirlýsingu.
Var hún á þá leið, að vitnað var í skýringu Alþýðufl.2 og utanríkisráðherra
lýsti yfir, að ef umræður færu út yfir það, sem í svarinu felst, skyldi alþingi
þegar gert viðvart. Var þá gefið fundarhlé.
14