Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Page 26
'Tímarit Máls og menningar
Þriðja fundargerð, 18. okt.:
1 indication: vísbending.
2 their views were favourable: afstaða þeirra væri jákvæð.
3 long term: langær.
4 Orðið sendiherra strikað út.
5 Orðhlutinn sendi strikaður út.
6 A eftir vildi er orðið einmitt strikað út.
7 A eftir orðinu með eru orðin því, aS strikuð út.
8 A eftir fyrri er orðið skoSun strikað út.
Fjórða fundargerð, 22. okt:
1 A eftir orðinu viS er orðið frá strikað út.
Fimmta fundargerð, 23. okt.:
1 Orðunum sem töluSu bætt við milli lína.
2 A eftir um er orðið skjringum strikað út.
3 Orðinu opinb. bætt við milli lína.
4 prinsip: grundvallaratriði.
5 Upphaflega skrifað hver afst, en t bætt við fyrra orðið og það síðara strikað út.
6 Orðinu strax bætt við milli lína.
7 Á eftir umrceSna eru orðin skotiS fr strikuð út.
8 Á eftir viS er orðið cettum strikað út.
Sjötta fundargerð, 2. nóv.:
1 Þessi tillaga er ekki á minnisblöðunum heldur aðeins punktalína í hennar stað.
Svarið, sem stjórnarflokkarnir komu sér saman um að lokum, var þetta:
„Hinn 25. febr. síðastl. lýsm allir flokkar Alþingis yfir því, að þeir óskuðu
þess, að Islendingar yrðu þá þegar viðurkenndir sem ein hinna sameinuðu þjóða.
Enda þótt Island hafi enn eigi öðlazt þessa viðurkenningu, þykir mega treysta
því, að mjög bráðlega komi að því, að svo verði, og er ríkisstjórn Islands þakk-
lát ríkisstjórn Bandaríkjanna fyrir það fyrirheit, er hún hefur gefið um að
stuðla að því.
íslendingum er ljóst, að ein afleiðing þess, að þeir verði viðurkenndir, sem
ein hinna sameinuðu þjóða, er sú, að þeir takist á hendur þær kvaðir um þátt-
töku í ráðstöfunum til tryggingar heimsfriðnum, sem sáttmáli hinna sameinuðu
þjóða gerir ráð fyrir.
Með tilvísun til þessa er ríkisstjórn Islands reiðubúin að ræða skipun þessara
mála við ríkisstjórn Bandaríkjanna." (Alþingistíðindi 1945, D, bls. 231-232,
Ólafur Thors til Louis G. Dreyfus, 6. nóv. 1945).
16