Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Page 30
Georg Brandes
Lér konungur
I leikritinu um Lé konung hefur Shakespeare kafað hyldjúp skelfinganna
til botns og hvorki leyft hug sínum ofboð né ístöðuleysi. Sá sem staddur
er á þröskuldi þessa verks, finnur til fjálgleika, líkt og stæði hann á dyra-
þrepi Sixmsar-kapellu með loftmálverkum Michelangelos. Þó ristir kennd
hans miklu dýpra, neyðarópið lætur sárar í hlustum, samræmi hins fagra
er á annan veg rofið af misklið örvæntingarinnar.
Óþelló var aðeins tigulegt stofutónverk, einfalt og auðsótt, þó að átakan-
legt væri. En þetta verk er simfónía leikin af gífurlegri hljómsveit, þar
sem öll tónbönd jarðlífsins kliða og hvert um sig margradda.
Lér konungur var stórbrotnast þeirra verkefna sem Shakespeare hafði
sett sér, viðamest og mikilfenglegast. Oll sú sára hörmung, sem verða má
í samskiptum föður við börn sín, speglast þar í fimm leikþáttum, ekki
löngum.
Ekkert skáld síðari tíma hefur lagt í að leiða sjónum slíkt efni; enginn
hefði heldur náð tökum á því. En það gerði Shakespeare án þess vart yrði
nokkurrar áreynslu; svo feiknalegu valdi hafði hann náð á mannlífinu í
heild sem yrkisefni, þegar hann stóð á hátindi snilldar sinnar. Hann fjallar
um efni sitt með yfirburðum andlegrar hreysti, og er þó í hverju atriðinu
eftir annað svo hrífandi viðkvæmur, að það er sem vér heyrum ekka hins
ógæfusama mannkyns á bak við harmleikinn sjálfan, líkt og á sjávarströnd
ymji linnulaust andvörp úthafsins mikla.
Hvernig var Shakespeare til þess búinn að takast á við slíkt efni? Leik-
ritið sjálft fer ekki dult með það. Hann stóð á hágnípu mannsævinnar,
hafði lifað sem næst 42 ár, átti tíu ár ólifuð, en eflaust ekki meira en sjö
andlega frjósöm. Nú vó hann í hendi sér bæði það sem gerir lífið verra
en dauðann, og það sem gerir lífið þess virði að lifa, það sem er oss lífs-
andaloftið sjálft og hjartasefandi Kordelíu-huggun í kvöl vorri, og hann
stefndi því öllu í tortímingu svo algera sem glötun alls heimsins. Með
hvaða hugarfari gekk Shakespeare að þessu verki? Hvað ólgaði honum
20