Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Side 35
Lér konungur
svo sem innganginn allan, sem skortir skynsamleg rök fyrir athöfnum
konungs. En þann kafla tók hann úr gamla leikritinu með kærulausu ráð-
ríki, svo sem hann var vanur þar sem lítils var um vert.
Verk Shakespeares eru hvert um sig bundin öðru, sem á undan fór, eins
og hlekkir í festi. I sögu jarlsins á Glostri er temið úr Óþelló endurtekið
sem tilbrigði. Játmundur slær eitri í sál Glosturjarls, svo auðtrúa sem hann
er, rétt eins og Jagó eitrar hug Oþellós með lygum. Játmundur rægir Ját-
geir bróður sinn, sýnir fölsuð bréf frá honum, særir sjálfan sig til þess að
telja föður sínum trú um að sonur hans sitji um líf sitt, í stuttu máli, hann
leikur Glosmrjarl eins og Jagó fer með Oþelló, og hann beitir nákvæm-
lega sömu ráðum og Franz Moor í Rceningjum Schillers beitir öldum
síðar til að sverta bróður sinn, Karl, í augrnn gamals föður síns. Rceningj-
arnir em nokkurs konar eftirgerð af þessum hluta Lés konungs; meira að
segja er blinda föðurins að lokum tekin eftir. Shakespeare lætur allt þetta
gerast í forneskju, á tímum járngrárrar heiðni; hann tvinnar saman af frá-
bærum listamanns hagleik sögurnar tvær, sem í upphafi voru hvor annarri
óháðar, svo að innsta kennd leikritsins og meginhugsun eflist að sama
skapi. Af slyngu hugviti gerir hann samúð Glosmrjarls með Lé að tæki-
færi handa Játmundi til að steypa honum í algera glömn, og af snjöllum
hyggindum leggur hann Góneríli og Regani báðum í brjóst girnd til Ját-
mundar, svo þær tortíma hvor annarri. Hann fyllir hið gamla og lítilsiglda
leikverk af ógnum, sem hann hefur ekki við haft síðan snemma á æsku-
dögum í Títusi Andrónikusi, og skirrist jafnvel ekki við augnasliti á leik-
sviðinu. Hann vill án miskunnar sýna hvað lífið er. „Svona er gangur lífs-
ins“ er sagt í leiknum.
Hvergi hefur Shakespeare teflt saman góðu og illu á líkan hátt og hér,
skipað góðum og vondum manneskjum í andstöðu og í barátm; og hvergi
hefur hann forðazt eins og hér hinar venjubundnu leikhús-lyktir á þeirri
viðureign: sigur hins góða. Að lokum strjúka örlögin, blind og hörð, á
brott góða og illa, hvora með öðrum.
Hann einbeitir sér að aðalpersónunni, vesalings gamla flóninu, Lé, sem
er í hverjum þumlungi konungur og í hverjum þumlungi maður. Lér er
geðríkur að eðlisfari, uppstökkur og alltof fljótráður. Inni við beinið er
hann svo elskulegur, að hann vekur óhaggandi hollusm í barmi hinna
beztu sem þekkja hann; og hann er svo skapaður til að skipa fyrir og svo
vanur að ráða, að þegar hann hefur í fljótræði afsalað sér völdum, saknar
hann þeirra sí og æ. Eitt andartak í upphafi leiks stendur gamli maðurinn
25