Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Síða 38
Tímarit Mdls og mentiingar
hjúkrar honum, og hann fær smám saman heilsu sína að nýju fyrir læknis-
dóma, svefn og hljómlist. Þar er allt fagurt frá fyrsta kossi til síðasta orðs.
Lér er borinn sofandi inn á sviðið. Læknirinn mælir svo fyrir, að tónlist
skuli hljóma, og Kordelía segir (IV, 7):
O, kæri faðir, líði heilsu-lind
með líkn af mínum vörum; þessi koss
miidi þá kvöl, sem mínar systur brenndu
í elli þína.
Jarlinn í Kent: Yndislega drottning!
Kordelía: Þó ekki væri faðir, krefði samt
þín lokkamjöll um likn. Var ásýnd þinni
maklegt að ganga á hólm við stormsins heift?
..................... Fjandmanns hundur,
þó hefði’ hann bitið mig, skyldi þá nótt
hafa kúrt við minn eld; .....................
Hann vaknar og Kordelía segir við hann:
Góðan dag, Yðar Hátign; hvernig líður?
Lér: Rangt er að taka mig úr minni gröf;
hólpin sál, það ert þú; en ég er bundinn
við eldhjól, þar sem tár mín brenna mig
sem blý úr deiglu.
Og hann kemur til sjálfs sín, spyr hvar hann hafi verið og hvar hann
sé, undrast að vera skuli hábjartur dagur, og minnist þess sem hann hefur
þolað:
Kordelía: ........ Horfið á mig, herra;
og leggið hönd á höfuð mér með blessun;
nei, krjúpið ekki.
Þessi síðasta lína er athyglisverð; til hennar er saga. í gamla leikritinu
um Lír konung var meira í þessu knéfalli fólgið. Konungur er þar á ferð;
hann er að örmagnast af sulti og þorsta; með honum er tryggðatröllið
Perillus, en svo nefnist jarlinn í Kent. Þá ber þar að Gallíu-konung og
Kórdilju, sem eru á njósnum í Englandi, dulbúin sem bændur. Kórdilja
28