Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Page 39
Lér konungur
þekkir föður sinn, seður hungur hans og svalar þorstanum, og þegar hann
er mettur orðinn, segir hann henni með djúpum harmi sögu sína:
Lír: O, enginn á svo vond börn sem eg.
Kárdilja: Fordæmdu þau ekki öll, þó að nokkur séu slæm.
Sjáðu, hjartkæri faðir, horfðu vel á mig! Hún dóttir
þín, sem eiskar þig, er að tala við þig. (Hún krýpur.)
Lír: O, rístu þá upp! Mér sæmir að falla á kné og biðjast
fyrirgefningar á mínum brotum. (Hann krýpur.)
Þetta atriði er fjarska fallegt og barnslega hugsað, en fráleitt á leiksviði,
því að tvær manneskjur, sem knékrjúpa hvor annarri, geta orðið dálítið
broslegar. Svona fara þeir að, Moliére og Holberg í gamanleikjum sínum.
Shakespeare hafði lag á að varðveita þetta og færa sér í nyt, eins og allt
annað sem einhvers var um vert í verki fyrirrennara hans, á þann hátt,
að einungis fínleikinn sjálfur stóð eftir, en gróft ytraborðið hvarf. Lér segir
við Kordelíu, þegar á að færa þau brott:
Nei, nei, nei, nei! sem fyrst í fangelsið!
sem fuglar tveir í búri syngjum við;
er biður þú um blessun mína, krýp ég
og bið þig fyrirgefningar; við lifum
og biðjum, syngjum, segjum frá, og hlæjum ...
Gamla leikritið endar á einfeldningslegan og saklausan hátt með sigri hins
góða. Gallíu-konungur og Kórdilja flytja Lír heim afmr, segja vondu dætr-
unum hvassyrtan sannleik upp í opið geðið og reka síðan hersveitir þeirra
á algeran flótta. Lír þakkar og launar vel öllum sem tryggir reyndust, og
eyðir því sem hann á ólifað ævinnar áhyggjulaus í makindum sínum hjá
dótmr og tengdasyni.
Shakespeare lítur ekki lífið svo björmm augum. Hann læmr her Kor-
delíu bíða ósigur, og gamli kóngurinn er settur í fangelsi ásamt dótmr
sinni. En nú getur ekkert mótlæti, gamalt né nýtt, unnið bug á kjarki Lés.
Þrátt fyrir allt, þótt hann hafi glatað völdum, sjálfstrausti sínu, og um
skeið vitinu, þótt hann hafi beðið ósigur í úrslita-orusm, er hann hamingju-
samur, svo sem gömlum manni er fært. Hann hefur heimt afmr dótmr
sína, sem týnd var. Einmana var hann þegar orðinn fyrir aldurs sakir. I
29